Erlent

Misskipting auðs bitnar mest á fátækum börnum

Misskipting auðs og lífsgæða í heiminnum er sú mesta á undanförnum 20 árum og fer vaxandi. Þetta bitnar mest á fátækum börnum.

Þetta kemur fram í skýrslu bresku samtakanna Barnaheill eða Save The Children. Frekari misskipting auðs mun hindra það að lífsgæði fátækari hluta jarðarbúa aukist frá því sem nú er.

Í skýrslunni kemur einnig fram að sá góði árangur sem náðst hefur í að ná niður ungbarnadauða í fátækari löndunum á undanförnum árum sé í hættu vegna þessarar misskiptingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×