Svolítið skotinn í Sonum duftsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. nóvember 2012 14:37 Ný bók Arnaldar Indriðasonar kemur út í dag. Mynd/ Valli. Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnaldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Reykjavíkurnætur segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið," segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft," segir Arnaldur í samtali við Vísi. Arnaldur segist hafa lokið við bókina í vor. "Mér fannst spennandi að fara aftur í tímann með persónu eins og Erlend, lögreglumann sem ég hef skrifað um núna í nokkur ár," segir Arnaldur. Það hafi verið svolítið nýtt að hverfa aftur til upphafsins og skrifa um byrjunina, sama hvort framhald verði á því eða ekki. "Ég held að það hafi ekki verið gert mikið af því áður að taka lögreglumann úr svona seríu og fara með hann svona rækilega aftur í tímann. Það var svona það sem mér fannst mest spennandi við að vinna að þessu verkefni," segir hann. Þetta er sextánda bók Arnaldar en hann segist eiga erfitt með að svara því hver þeirra sé í uppáhaldi. "Ég hef nú aldrei getað svarað þessari spurningu almennilega. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í fyrstu bókinni, Sonum duftsins," segir hann. Höfundar hugsi sennilegast dálítið til upphafsins þegar þeir eru spurðir að svona spurningum. Verkin séu orðin mörg og hann hugsi ekki svo mikið um hvert og eitt þeirra. Það sé frekar að hann hugsi um þætti í verkunum, jafnvel einstaka setningar. Arnaldur er þegar byrjaður að vinna að næsta verki sem hann vonar að komi út á næsta ári. Hann segist þó ekki vera kominn langt. "En ég held að ég viti hvað ég er að skrifa um," segir hann. Hann vill þó ekkert tala meira um verkið. "Ég er svo ofsalega tregur að tala um það sem fólk á eftir að lesa," segir hann. Hér fyrir neðan getur þú lesið fyrsta kaflann í bók Arnaldar.Open publication - Free publishing Tengdar fréttir Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnaldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Reykjavíkurnætur segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið," segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft," segir Arnaldur í samtali við Vísi. Arnaldur segist hafa lokið við bókina í vor. "Mér fannst spennandi að fara aftur í tímann með persónu eins og Erlend, lögreglumann sem ég hef skrifað um núna í nokkur ár," segir Arnaldur. Það hafi verið svolítið nýtt að hverfa aftur til upphafsins og skrifa um byrjunina, sama hvort framhald verði á því eða ekki. "Ég held að það hafi ekki verið gert mikið af því áður að taka lögreglumann úr svona seríu og fara með hann svona rækilega aftur í tímann. Það var svona það sem mér fannst mest spennandi við að vinna að þessu verkefni," segir hann. Þetta er sextánda bók Arnaldar en hann segist eiga erfitt með að svara því hver þeirra sé í uppáhaldi. "Ég hef nú aldrei getað svarað þessari spurningu almennilega. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í fyrstu bókinni, Sonum duftsins," segir hann. Höfundar hugsi sennilegast dálítið til upphafsins þegar þeir eru spurðir að svona spurningum. Verkin séu orðin mörg og hann hugsi ekki svo mikið um hvert og eitt þeirra. Það sé frekar að hann hugsi um þætti í verkunum, jafnvel einstaka setningar. Arnaldur er þegar byrjaður að vinna að næsta verki sem hann vonar að komi út á næsta ári. Hann segist þó ekki vera kominn langt. "En ég held að ég viti hvað ég er að skrifa um," segir hann. Hann vill þó ekkert tala meira um verkið. "Ég er svo ofsalega tregur að tala um það sem fólk á eftir að lesa," segir hann. Hér fyrir neðan getur þú lesið fyrsta kaflann í bók Arnaldar.Open publication - Free publishing
Tengdar fréttir Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01