Innlent

Ólafur Ragnar fundaði með forseta Tékklands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson er í Tékklandi.
Ólafur Ragnar Grímsson er í Tékklandi.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Václav Klaus, forseti Tékklands, funduðu í morgun um þróun mála í Evrópu, afleiðingar fjármálakreppunnar fyrir efnahagslíf álfunnar og hvort stöðugleiki kunni að skapist á evrusvæðinu. Fundurinn, sem haldinn var í Pragkastala, var upphaf opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Tékklands. Að loknum viðræðum forsetanna var fundur hinnar íslensku sendinefndar og tékkneskra ráðamanna; sátu hann, auk Össurar Skarphéðinssoar utanríkisráðherra, embættismenn utanríkisráðuneytisins og forsetaskrifstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×