Það vakti mikla athygli á Íslandi fyrir fjórum árum þegar Scott viðraði þá hugmynd sína um að gera kvikmynd um þennan merkilega fund sem talinn er hafa lagt grunninn að því að kalda stríðið lognaðist útaf. Fyrri framleiðendur myndarinnar áttu fund með þáverandi borgarstjóra, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, um að fá afnot af Höfða en þeir eru nú horfnir á braut. Og síðan hefur ekkert frést af gangi mála og almennt var talið að Scott væri hreinlega hættur við verkefnið og það dottið upp fyrir.
Bloggsíða kvikmyndavefsíðunnar Indiewire greinir frá þessu á heimasíðu sinni og vitnar í kvikmyndaritið Screen Daily. Þar kemur fram að vinnuheiti myndarinnar sé Reykjavík. „Allir héldu að þetta væri dautt en nú virðist hafa verið blásið nýju lífi í það. Þetta gæti orðið Frost/Nixon-mynd frá Scott. Ef það kemur ekkert meira spennandi í staðinn," skrifar blaðamaður Indie Wire.
