Aðgerðirnar í dag beinast eingöngu að lánum til Tchenguiz 9. mars 2011 18:52 Aðgerðir Serious Fraud Office (SFO) og sérstaks saksóknara í dag tengjast eingöngu rannsóknum á meintum brotum vegna lánveitinga Kaupþings til Robert Tchenguiz og tengdra aðila en ekki meintum blekkingum eða villandi upplýsingagjöf Kaupþings í Bretlandi eða rannsókn SFO á EDGE-reikningunum, líkt og breskir fjölmiðlar greindu frá í dag. Húsleit var gerð á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lundúnum í morgun og á heimilum átta einstaklinga. Sjö voru handteknir í aðgerðunum sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, réðst í með fulltingi lögreglunnar í Lundúnum og Essex. Meðal þeirra sem handteknir voru í Lundúnum eru bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer & Friedlaner í Lundúnum, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings. Nöfn tveggja annarra sem handteknir voru í Lundúnum eru óþekkt. Í Reykjavík var gerð húsleit á heimilum tveggja einstaklinga og tveir voru handteknir, en um er að ræða Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána Kaupþings og Guðmund Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings. Ráðist var í þessar húsleitir og handtökur að beiðni Serious Fraud Office en lögreglumenn og rannsakendur frá embætti sérstaks saksóknara sáu um aðgerðirnar ásamt fulltrúum frá bresku stofnuninni. Sigurði Einarssyni sleppt síðdegis Sigurði Einarssyni var sleppt síðdegis að lokinni skýrslutöku. Ekki stóð til að hneppa hina handteknu í gæsluvarðhald, heldur var stefnt að því að sleppa þeim að loknum skýrslutökum. Rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi hefur staðið yfir frá haustinu 2009. Í fyrstu rannsakaði embættið ranga og villandi upplýsingagjöf til sparifjáreigenda á EDGE-reikningunum í Bretlandi og aðgerðir stjórnenda bankans fyrir hrun. Sú rannsókn er enn opin. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru aðgerðirnar í dag eingöngu vegna rannsóknar á útlánum Kaupþings til Robert Tchenguiz og tengjast ekki eldri rannsóknum.Grunur um umboðssvik Robert Tchenguiz var langstærsti lántakandi Kaupþings banka. Við hrun bankans námu útlán til hans tveimur milljörðum evra, jafnvirði 320 milljarða króna. Bresk refsilöggjöf er nokkuð ólík hegningarlögunum íslensku, en samkvæmt heimildum fréttastofu eru stjórnendur Kaupþings grunaðir um brot á ákvæðum sem eru skyld umboðssvikum í almennum hegningarlögum, þ.e þeir eru taldir hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga til Tchenguiz með tilheyrandi tjóni fyrir hluthafa og kröfuhafa bankans. thorbjorn@stod2.is Handtökur í Kaupþingi Tengdar fréttir Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20 Kaupþingsaðgerð vekur mikla athygli ytra Umfangsmikil aðgerð efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO og lögreglunnar í London í morgun hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Þetta er m.a. helsta frétt Financial Times á vefsíðu þess blaðs í dag. 9. mars 2011 14:18 Tchenguiz-bræður: Erum í fullri samvinnu við lögregluna Þeir Vincent og Robert Tchenguiz segja að þeir séu báðir í fullri samvinnu við lögregluyfirvöld í Bretlandseyjum í tengslum við rannsóknina á málefnum Kaupþings. 9. mars 2011 12:38 Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. 9. mars 2011 10:02 Einn hinna handteknu er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, sem var handtekinn í Lundúnum í morgun er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins, FSA. 9. mars 2011 13:01 Verða yfirheyrðir í allan dag Búast má við því að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar, Serious Fraud Office, í Bretlandi í morgun verði látnir lausir áður en degi lýkur, segir David Jones upplýsingafulltrúi SFO. Hann segist ekki búast við því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. 9. mars 2011 13:39 Bjarki Diego og Guðni Níels á meðal þeirra handteknu Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, er annar þeirra tveggja sem handteknir voru í morgun í tengslum við rannsókn á Kaupþingi. Þá var Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans, handtekinn í Lundúnum. 9. mars 2011 12:00 Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Aðgerðir Serious Fraud Office (SFO) og sérstaks saksóknara í dag tengjast eingöngu rannsóknum á meintum brotum vegna lánveitinga Kaupþings til Robert Tchenguiz og tengdra aðila en ekki meintum blekkingum eða villandi upplýsingagjöf Kaupþings í Bretlandi eða rannsókn SFO á EDGE-reikningunum, líkt og breskir fjölmiðlar greindu frá í dag. Húsleit var gerð á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lundúnum í morgun og á heimilum átta einstaklinga. Sjö voru handteknir í aðgerðunum sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, réðst í með fulltingi lögreglunnar í Lundúnum og Essex. Meðal þeirra sem handteknir voru í Lundúnum eru bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer & Friedlaner í Lundúnum, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings. Nöfn tveggja annarra sem handteknir voru í Lundúnum eru óþekkt. Í Reykjavík var gerð húsleit á heimilum tveggja einstaklinga og tveir voru handteknir, en um er að ræða Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána Kaupþings og Guðmund Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings. Ráðist var í þessar húsleitir og handtökur að beiðni Serious Fraud Office en lögreglumenn og rannsakendur frá embætti sérstaks saksóknara sáu um aðgerðirnar ásamt fulltrúum frá bresku stofnuninni. Sigurði Einarssyni sleppt síðdegis Sigurði Einarssyni var sleppt síðdegis að lokinni skýrslutöku. Ekki stóð til að hneppa hina handteknu í gæsluvarðhald, heldur var stefnt að því að sleppa þeim að loknum skýrslutökum. Rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi hefur staðið yfir frá haustinu 2009. Í fyrstu rannsakaði embættið ranga og villandi upplýsingagjöf til sparifjáreigenda á EDGE-reikningunum í Bretlandi og aðgerðir stjórnenda bankans fyrir hrun. Sú rannsókn er enn opin. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru aðgerðirnar í dag eingöngu vegna rannsóknar á útlánum Kaupþings til Robert Tchenguiz og tengjast ekki eldri rannsóknum.Grunur um umboðssvik Robert Tchenguiz var langstærsti lántakandi Kaupþings banka. Við hrun bankans námu útlán til hans tveimur milljörðum evra, jafnvirði 320 milljarða króna. Bresk refsilöggjöf er nokkuð ólík hegningarlögunum íslensku, en samkvæmt heimildum fréttastofu eru stjórnendur Kaupþings grunaðir um brot á ákvæðum sem eru skyld umboðssvikum í almennum hegningarlögum, þ.e þeir eru taldir hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga til Tchenguiz með tilheyrandi tjóni fyrir hluthafa og kröfuhafa bankans. thorbjorn@stod2.is
Handtökur í Kaupþingi Tengdar fréttir Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20 Kaupþingsaðgerð vekur mikla athygli ytra Umfangsmikil aðgerð efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO og lögreglunnar í London í morgun hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Þetta er m.a. helsta frétt Financial Times á vefsíðu þess blaðs í dag. 9. mars 2011 14:18 Tchenguiz-bræður: Erum í fullri samvinnu við lögregluna Þeir Vincent og Robert Tchenguiz segja að þeir séu báðir í fullri samvinnu við lögregluyfirvöld í Bretlandseyjum í tengslum við rannsóknina á málefnum Kaupþings. 9. mars 2011 12:38 Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. 9. mars 2011 10:02 Einn hinna handteknu er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, sem var handtekinn í Lundúnum í morgun er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins, FSA. 9. mars 2011 13:01 Verða yfirheyrðir í allan dag Búast má við því að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar, Serious Fraud Office, í Bretlandi í morgun verði látnir lausir áður en degi lýkur, segir David Jones upplýsingafulltrúi SFO. Hann segist ekki búast við því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. 9. mars 2011 13:39 Bjarki Diego og Guðni Níels á meðal þeirra handteknu Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, er annar þeirra tveggja sem handteknir voru í morgun í tengslum við rannsókn á Kaupþingi. Þá var Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans, handtekinn í Lundúnum. 9. mars 2011 12:00 Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20
Kaupþingsaðgerð vekur mikla athygli ytra Umfangsmikil aðgerð efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO og lögreglunnar í London í morgun hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Þetta er m.a. helsta frétt Financial Times á vefsíðu þess blaðs í dag. 9. mars 2011 14:18
Tchenguiz-bræður: Erum í fullri samvinnu við lögregluna Þeir Vincent og Robert Tchenguiz segja að þeir séu báðir í fullri samvinnu við lögregluyfirvöld í Bretlandseyjum í tengslum við rannsóknina á málefnum Kaupþings. 9. mars 2011 12:38
Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. 9. mars 2011 10:02
Einn hinna handteknu er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, sem var handtekinn í Lundúnum í morgun er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins, FSA. 9. mars 2011 13:01
Verða yfirheyrðir í allan dag Búast má við því að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar, Serious Fraud Office, í Bretlandi í morgun verði látnir lausir áður en degi lýkur, segir David Jones upplýsingafulltrúi SFO. Hann segist ekki búast við því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. 9. mars 2011 13:39
Bjarki Diego og Guðni Níels á meðal þeirra handteknu Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, er annar þeirra tveggja sem handteknir voru í morgun í tengslum við rannsókn á Kaupþingi. Þá var Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans, handtekinn í Lundúnum. 9. mars 2011 12:00
Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40