Viðskipti innlent

Verða yfirheyrðir í allan dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Einarsson, Ármann Þorvaldsson og Tchenguiz bræður voru allir handteknir í dag.
Sigurður Einarsson, Ármann Þorvaldsson og Tchenguiz bræður voru allir handteknir í dag.
Búast má við því að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar, Serious Fraud Office, í Bretlandi í morgun verði látnir lausir áður en degi lýkur, segir David Jones upplýsingafulltrúi SFO. Hann segist ekki búast við því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum.

Þá segir hann full snemmt að segja til um hvort málið geti leitt til ákæra. „Eins og þú getur getið þér til um að þá er tilgangurinn að afla gagna sem þarf síðan að skoða áður en teknar verða ákvarðanir um ákærur," segir Jones í samtali við Vísi.

Þeir sem eru í skýrslutökum í Lundúnum eru Tchenguiz bræður, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer&Friedlander, og Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi.


Tengdar fréttir

Tengist rannsókn SFO

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009.

Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi.

Bjarki Diego og Guðni Níels á meðal þeirra handteknu

Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, er annar þeirra tveggja sem handteknir voru í morgun í tengslum við rannsókn á Kaupþingi. Þá var Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans, handtekinn í Lundúnum.

Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz

Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið.

Bloomberg/BBC: Rannsóknin tengist Edge

Bæði Bloomberg fréttaveitan og BBC segja í fréttum sínum af handtöku Tchenguiz-bræðra og Kaupþingsmanna í London í morgun að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO tengist m.a. Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×