Flugvallarmenn vilja tré burt úr Öskjuhlíð 9. desember 2011 08:00 Áhættumat hefur leitt í ljós að trén í Öskjuhlíðinni hafa vaxið verulega upp fyrir svokallaðan hindranaflöt vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. FRéttablaðið/Vilhelm „Það er einkennilegt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmálayfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuhlíð vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. Flugmálayfirvöld hafa í tvo og hálfan mánuð óskað samþykkis Reykjavíkurborgar fyrir því að sagað verði ofan af sumum hæstu trjánum í Öskjuhlíð eða þau felld. Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð. „Þar sem þetta er brýnt öryggismál er þess óskað að úrlausn málsins verði hraðað eins og kostur er," segir flugvallarstjóri í niðurlagi bréfs síns. Afgreiðslu erindis flugvallarstjórans var frestað í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Gísla Marteins, sem vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur veiti fyrst umsögn um málið. „Ég er mjög eindregið andsnúinn því að fella þessi tré," segir Gísli Marteinn. Hann kveður mikil verðmæti fólgin í Öskjuhlíðarskóginum, sem búið sé að rækta í sextíu ár. „Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heiminum að skógur vaxi," heldur Gísli Marteinn áfram. Að trén myndu hækka hafi þvert á móti legið fyrir alla tíð og menn ávallt séð það fyrir að flugvöllurinn myndi fara. „Ég vil auðvitað ekki frekar en neinn að flugöryggi sé stefnt í tvísýnu en ég veit að við eigum það góða flugumsjónarmenn og flugtæknifræðinga að þeir finna einhverjar lausnir á því aðrar en að fella skóginn. Í dag meta menn skóglendi mjög mikils og líta ekkert á það sem möguleika að stráfella skóga," segir Gísli Marteinn. „Við sjáum það í hendi okkar að ef farið verður út í þetta er bókstaflega tekið besta skógarsvæðið úr Öskjuhlíðinni. Þá yrði hreinlega einum þriðja af útivistarsvæðinu meira eða minna fórnað og sjónrænu áhrifin yrðu gríðarleg," segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. gar@frettabladid.isJón Baldvin PálssonHelgi Gíslason Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Það er einkennilegt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmálayfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuhlíð vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. Flugmálayfirvöld hafa í tvo og hálfan mánuð óskað samþykkis Reykjavíkurborgar fyrir því að sagað verði ofan af sumum hæstu trjánum í Öskjuhlíð eða þau felld. Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð. „Þar sem þetta er brýnt öryggismál er þess óskað að úrlausn málsins verði hraðað eins og kostur er," segir flugvallarstjóri í niðurlagi bréfs síns. Afgreiðslu erindis flugvallarstjórans var frestað í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Gísla Marteins, sem vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur veiti fyrst umsögn um málið. „Ég er mjög eindregið andsnúinn því að fella þessi tré," segir Gísli Marteinn. Hann kveður mikil verðmæti fólgin í Öskjuhlíðarskóginum, sem búið sé að rækta í sextíu ár. „Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heiminum að skógur vaxi," heldur Gísli Marteinn áfram. Að trén myndu hækka hafi þvert á móti legið fyrir alla tíð og menn ávallt séð það fyrir að flugvöllurinn myndi fara. „Ég vil auðvitað ekki frekar en neinn að flugöryggi sé stefnt í tvísýnu en ég veit að við eigum það góða flugumsjónarmenn og flugtæknifræðinga að þeir finna einhverjar lausnir á því aðrar en að fella skóginn. Í dag meta menn skóglendi mjög mikils og líta ekkert á það sem möguleika að stráfella skóga," segir Gísli Marteinn. „Við sjáum það í hendi okkar að ef farið verður út í þetta er bókstaflega tekið besta skógarsvæðið úr Öskjuhlíðinni. Þá yrði hreinlega einum þriðja af útivistarsvæðinu meira eða minna fórnað og sjónrænu áhrifin yrðu gríðarleg," segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. gar@frettabladid.isJón Baldvin PálssonHelgi Gíslason
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira