Flugvallarmenn vilja tré burt úr Öskjuhlíð 9. desember 2011 08:00 Áhættumat hefur leitt í ljós að trén í Öskjuhlíðinni hafa vaxið verulega upp fyrir svokallaðan hindranaflöt vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. FRéttablaðið/Vilhelm „Það er einkennilegt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmálayfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuhlíð vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. Flugmálayfirvöld hafa í tvo og hálfan mánuð óskað samþykkis Reykjavíkurborgar fyrir því að sagað verði ofan af sumum hæstu trjánum í Öskjuhlíð eða þau felld. Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð. „Þar sem þetta er brýnt öryggismál er þess óskað að úrlausn málsins verði hraðað eins og kostur er," segir flugvallarstjóri í niðurlagi bréfs síns. Afgreiðslu erindis flugvallarstjórans var frestað í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Gísla Marteins, sem vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur veiti fyrst umsögn um málið. „Ég er mjög eindregið andsnúinn því að fella þessi tré," segir Gísli Marteinn. Hann kveður mikil verðmæti fólgin í Öskjuhlíðarskóginum, sem búið sé að rækta í sextíu ár. „Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heiminum að skógur vaxi," heldur Gísli Marteinn áfram. Að trén myndu hækka hafi þvert á móti legið fyrir alla tíð og menn ávallt séð það fyrir að flugvöllurinn myndi fara. „Ég vil auðvitað ekki frekar en neinn að flugöryggi sé stefnt í tvísýnu en ég veit að við eigum það góða flugumsjónarmenn og flugtæknifræðinga að þeir finna einhverjar lausnir á því aðrar en að fella skóginn. Í dag meta menn skóglendi mjög mikils og líta ekkert á það sem möguleika að stráfella skóga," segir Gísli Marteinn. „Við sjáum það í hendi okkar að ef farið verður út í þetta er bókstaflega tekið besta skógarsvæðið úr Öskjuhlíðinni. Þá yrði hreinlega einum þriðja af útivistarsvæðinu meira eða minna fórnað og sjónrænu áhrifin yrðu gríðarleg," segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. gar@frettabladid.isJón Baldvin PálssonHelgi Gíslason Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
„Það er einkennilegt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmálayfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuhlíð vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. Flugmálayfirvöld hafa í tvo og hálfan mánuð óskað samþykkis Reykjavíkurborgar fyrir því að sagað verði ofan af sumum hæstu trjánum í Öskjuhlíð eða þau felld. Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð. „Þar sem þetta er brýnt öryggismál er þess óskað að úrlausn málsins verði hraðað eins og kostur er," segir flugvallarstjóri í niðurlagi bréfs síns. Afgreiðslu erindis flugvallarstjórans var frestað í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Gísla Marteins, sem vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur veiti fyrst umsögn um málið. „Ég er mjög eindregið andsnúinn því að fella þessi tré," segir Gísli Marteinn. Hann kveður mikil verðmæti fólgin í Öskjuhlíðarskóginum, sem búið sé að rækta í sextíu ár. „Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heiminum að skógur vaxi," heldur Gísli Marteinn áfram. Að trén myndu hækka hafi þvert á móti legið fyrir alla tíð og menn ávallt séð það fyrir að flugvöllurinn myndi fara. „Ég vil auðvitað ekki frekar en neinn að flugöryggi sé stefnt í tvísýnu en ég veit að við eigum það góða flugumsjónarmenn og flugtæknifræðinga að þeir finna einhverjar lausnir á því aðrar en að fella skóginn. Í dag meta menn skóglendi mjög mikils og líta ekkert á það sem möguleika að stráfella skóga," segir Gísli Marteinn. „Við sjáum það í hendi okkar að ef farið verður út í þetta er bókstaflega tekið besta skógarsvæðið úr Öskjuhlíðinni. Þá yrði hreinlega einum þriðja af útivistarsvæðinu meira eða minna fórnað og sjónrænu áhrifin yrðu gríðarleg," segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. gar@frettabladid.isJón Baldvin PálssonHelgi Gíslason
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira