Innlent

Vinna að aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi

Drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er nú til kynningar innan borgarinnar. Verið er að gefa starfsfólki tækifæri til að koma með ábendingar og tillögur að úrbótum til að fyrirbyggja ofbeldi.  

Aðgerðaráætlunin miðar að því að nýta sem best þær leiðir sem borgarstarfsmenn hafa til að fyrirbyggja ofbeldi og styðja við þolendur ofbeldis. Áætlunin leggur áherslu á samstarf borgarstofnana og samstarf við ríkið og félaga- og grasrótarsamtök sem vinna gegn ofbeldi.

Þetta er fyrsta áætlun sveitarfélags gegn ofbeldi sem nær bæði til kynbundins ofbeldis og ofbeldis gegn börnum. Akureyrarbær hefur áður kynnt aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×