Orkuveitan er óánægð með að Bitruvirkjun hafi hafnað á verndarlista í rammaáætlun. Hún hafi þegar eytt tæpum átta hundruð milljónum í rannsóknir og undirbúning á svæðinu. Fyrstu viðbrögð orkufyrirtækja við drögum að rammaáætlun eru blendin.
Í samtali við fréttstofu kveðst Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ánægður með að gerð áætlunarinnar sé lokið. Það sé mikilvægur áfangi. Hins vegar komi það á óvart að margir virkjunarkostir hafi hafnað á verndarlista.
Í gær hófst tólf vikna umsagnarferli þar sem hagsmunaaðilar geta komið að sínum skoðunum á rammaáætluninni. Að því ferli loknu munu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra útbúa loka þingsályktunartillögu sem að öllum líkindum verður lögð fyrir þingið fyrir jól. Hörður segir Landsvirkjun eiga eftir að koma sínum sjónarmiðum að í þessu ferli.
Í samtali við fréttastofu segist Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar jafnframt ánægður með að rammaátælunin sé loksins tilbúin. Hins vegar komi það á óvart að Bitruvirkjun sé á verndarlista enda telji Orkuveitan hana vera virkjanakost sem eigi að nýta. Orkuveitan hafi nú þegar eytt sjö hundruð áttatíu og fimm milljónum í rannsóknarboranir og undirbúning, og því komi það henni á óvart að nú eigi að vernda svæðið þar sem búið er að raska því töluvert nú þegar.
Ósátt við að sjá Bitruvirkjun á verndarlista

Mest lesið


Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent

Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent


Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent




