Söngkonan Katy Perry, 26 ára, var mynduð á götum Los Angeles með bleikt hár. Þá má sjá söngkonuna stilla sér upp á rauða dreglinum með gult hár klædd í strumpakjól á frumsýningu kvikmyndarinnar The Smurfs.
Katy er fyrsta konan í heiminum með fimm lög* samtímis á Billboard Hot 100 vinsældarlistanum. Michael Jackson er eini listamaðurinn sem hefur náð sama árangri.
*Last Friday Night, California Girls, Firework, E.T. og Teenage Dream (sem er einnig titill plötunnar).
Gul í gær - bleik í dag
