Billy Crystal tekur við Óskarnum 12. nóvember 2011 08:00 Crystal verður kynnir á Óskarnum í níunda sinn. Hann segist feginn því nú geti stúlkurnar í apótekinu hætt að spyrja hann um aldurinn. NordicPhotos/Getty Hinn 63 ára gamanleikari Billy Crystal hefur tekið að sér að vera kynnir við afhendingu Óskarsverðlaunanna. Crystal hleypur í skarðið fyrir Eddie Murphy en hann gaf frá sér verkefnið þegar leikstjórinn Brett Ratner neyddist til að hætta sem stjóri hátíðarinnar eftir að hafa látið niðrandi orð um samkynhneigða falla á blaðamannafundi og síðar í útvarpsþætti Howard Stern. Crystal þekkir þetta hlutverk sennilega manna best því þetta verður í níunda sinn sem hann gegnir því, síðast var það 2004. Athygli vekur að Óskarsakademían leitar alltaf til Crystal þegar eitthvað bjátar á eða þegar hátíðin hefur gengið illa en kynnarnir í ár, þau James Franco og Anne Hathaway, þóttu engan veginn standa undir nafni. „Ég er mjög ánægður því þá geta stelpurnar í apótekinu hætt að spyrja mig hversu gamall ég sé þegar ég sæki lyfin mín,“ skrifaði Crystal á twitter-síðu sína. Brian Grazer, sem framleiddi meðal annars Óskarsverðlaunamyndina A Beautiful Mind eftir Ron Howard, hefur tekið við af Ratner sem svokallaður „framleiðandi“ en það þýðir að hann mun hanna opnunaratriðið og hafa yfirumsjón með útlitinu. Óskarinn er næstvinsælasta sjónvarpsefni Bandaríkjanna ár hvert en aðeins Superbowl, úrslitaleikurinn í bandarískum ruðningi, dregur að fleiri áhorfendur. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Hinn 63 ára gamanleikari Billy Crystal hefur tekið að sér að vera kynnir við afhendingu Óskarsverðlaunanna. Crystal hleypur í skarðið fyrir Eddie Murphy en hann gaf frá sér verkefnið þegar leikstjórinn Brett Ratner neyddist til að hætta sem stjóri hátíðarinnar eftir að hafa látið niðrandi orð um samkynhneigða falla á blaðamannafundi og síðar í útvarpsþætti Howard Stern. Crystal þekkir þetta hlutverk sennilega manna best því þetta verður í níunda sinn sem hann gegnir því, síðast var það 2004. Athygli vekur að Óskarsakademían leitar alltaf til Crystal þegar eitthvað bjátar á eða þegar hátíðin hefur gengið illa en kynnarnir í ár, þau James Franco og Anne Hathaway, þóttu engan veginn standa undir nafni. „Ég er mjög ánægður því þá geta stelpurnar í apótekinu hætt að spyrja mig hversu gamall ég sé þegar ég sæki lyfin mín,“ skrifaði Crystal á twitter-síðu sína. Brian Grazer, sem framleiddi meðal annars Óskarsverðlaunamyndina A Beautiful Mind eftir Ron Howard, hefur tekið við af Ratner sem svokallaður „framleiðandi“ en það þýðir að hann mun hanna opnunaratriðið og hafa yfirumsjón með útlitinu. Óskarinn er næstvinsælasta sjónvarpsefni Bandaríkjanna ár hvert en aðeins Superbowl, úrslitaleikurinn í bandarískum ruðningi, dregur að fleiri áhorfendur.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira