Rokkararnir í Cliff Clavin koma sér á kortið í Bretlandi 8. mars 2011 04:00 Rokkararnir í Cliff Clavin eru nýkomnir til landsins eftir myndatöku hjá Kerrang! í Bretlandi.fréttablaðið/valli Strákarnir í rokkhljómsveitinni Cliff Clavin eru nýkomnir heim eftir myndatöku hjá breska tímaritinu Kerrang! Mikill heiður, að mati söngvarans Bjarna Þórs Jenssonar. Rokkhljómsveitinn Cliff Clavin er nýkomin heim frá Bretlandi þar sem hún sat fyrir í myndatöku hjá þungarokkstímaritinu vinsæla Kerrang! Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin situr fyrir hjá erlendu tímariti. „Þetta blað er með meira af þyngri hljómsveitum en það er mikill heiður að fá að vera þarna. Ef þetta verður á sýnilegum stað og á heilli blaðsíðu þá verður það rosalega skemmtilegt,“ segir söngvarinn Bjarni Þór Jensson. „Það er mjög gott að fá svona umfjöllun og þarna erum við að brjóta ísinn. Við fórum í gott myndatökuprógramm og þetta kemur vonandi vel út.“ Cliff Clavin gaf út sína fyrstu plötu fyrir síðustu jól sem nefnist The Thief’s Manual og fékk hún fínar viðtökur hjá íslenskum rokkáhugamönnum. Hljómsveitin spilaði á Kerrang!-kvöldi á Iceland Airwaves hátíðinni síðasta haust og fékk fjórar stjörnur í breska tímaritinu fyrir frammistöðu sína. Sú umfjöllun lagði grunninn að myndatökunni sem fór fram í síðustu viku. Bjarni og félagar nýttu tækifærið á milli ljósmyndatakanna og spiluðu á tvennum tónleikum, þeim fyrstu síðan þeir spiluðu í úrslitum alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands. Annar staðurinn er hefðbundinn tónleikastaður sem heitir Wheelbarrow og er í Camden-hverfinu. Hinn staðurinn var í Mayfair, sem er eitt ríkasta hverfi London. „Það var mjög einkennilegt gigg. Þarna voru einhverjar „showgirls“ gellur að dansa. Þetta var mjög skrítið allt saman en svona verða sögurnar til,“ segir Bjarni Þór hress. Hann vonast til að áframhald verði á ferðalögum Cliff Clavin til Bretlands. „Vonandi förum við út fljótt aftur og reynum að byggja góðan grunn. Það er ekkert sem er að stoppa okkur í því nema hvað þetta er dýrt.“freyr@frettabladid.is Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Strákarnir í rokkhljómsveitinni Cliff Clavin eru nýkomnir heim eftir myndatöku hjá breska tímaritinu Kerrang! Mikill heiður, að mati söngvarans Bjarna Þórs Jenssonar. Rokkhljómsveitinn Cliff Clavin er nýkomin heim frá Bretlandi þar sem hún sat fyrir í myndatöku hjá þungarokkstímaritinu vinsæla Kerrang! Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin situr fyrir hjá erlendu tímariti. „Þetta blað er með meira af þyngri hljómsveitum en það er mikill heiður að fá að vera þarna. Ef þetta verður á sýnilegum stað og á heilli blaðsíðu þá verður það rosalega skemmtilegt,“ segir söngvarinn Bjarni Þór Jensson. „Það er mjög gott að fá svona umfjöllun og þarna erum við að brjóta ísinn. Við fórum í gott myndatökuprógramm og þetta kemur vonandi vel út.“ Cliff Clavin gaf út sína fyrstu plötu fyrir síðustu jól sem nefnist The Thief’s Manual og fékk hún fínar viðtökur hjá íslenskum rokkáhugamönnum. Hljómsveitin spilaði á Kerrang!-kvöldi á Iceland Airwaves hátíðinni síðasta haust og fékk fjórar stjörnur í breska tímaritinu fyrir frammistöðu sína. Sú umfjöllun lagði grunninn að myndatökunni sem fór fram í síðustu viku. Bjarni og félagar nýttu tækifærið á milli ljósmyndatakanna og spiluðu á tvennum tónleikum, þeim fyrstu síðan þeir spiluðu í úrslitum alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands. Annar staðurinn er hefðbundinn tónleikastaður sem heitir Wheelbarrow og er í Camden-hverfinu. Hinn staðurinn var í Mayfair, sem er eitt ríkasta hverfi London. „Það var mjög einkennilegt gigg. Þarna voru einhverjar „showgirls“ gellur að dansa. Þetta var mjög skrítið allt saman en svona verða sögurnar til,“ segir Bjarni Þór hress. Hann vonast til að áframhald verði á ferðalögum Cliff Clavin til Bretlands. „Vonandi förum við út fljótt aftur og reynum að byggja góðan grunn. Það er ekkert sem er að stoppa okkur í því nema hvað þetta er dýrt.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira