Grími meinað að flytja inn hljómsveitir á eigin vegum 8. mars 2011 07:00 Tónleikahaldarinn Kári Sturluson hafði gagnrýnt Grím Atlason fyrir aðkomu að tónleikum bresku hljómsveitarinnar Hurts þegar Grímur var í hálfu starfi sem framkvæmdastjóri Airwaves. „Ég ætla ekki að vera virkur í tónleikahaldi, enda hef ég ekki áhuga á því. Það er erfitt að vera tónleikahaldari á Íslandi," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves hátíðarinnar. Grímur hefur verið ráðinn í fullt starf við hátíðina. Hann var ráðinn í hálft starf í fyrra og stýrði hátíðinni í fyrsta skipti í október sama ár. Í samningi sem gerður var við Grím er ákvæði sem meinar honum að standa í innflutningi á erlendum hljómsveitum, en hann hefur staðið í slíkum rekstri síðustu ár og kemur að tónleikum bresku hljómsveitarinnar Hurts í þessum mánuði. Tónleikahaldarinn Kári Sturluson gagnrýndi aðkomu Gríms að tónleikum Hurts í Fréttablaðinu á dögunum. Sagði hann Grím nýta tengsl í krafti opinberrar stöðu sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves í eigin rekstri. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), sem heldur utan um Iceland Airwaves, og stjórn ÚTÓN töldu ekki að um hagsmunaárekstra væri að ræða.Anna Hildur segir að ÚTÓN hafi ekki getað skipt sér af því hvernig Grímur aflaði sér tekna þegar hann var aðeins í hálfu starfi við hátíðina. „Það var skilningur á því frá upphafi að ef starfshlutfallið myndi breytast myndi hann ekki sinna innflutningi á hljómsveitum," segir hún. Grímur Atlason segist ekki hafa áhuga á því að halda stóra tónleika á eigin vegum. Hann segir ákvæðið um tónleikahald hans eðlilegt í fámenninu á Íslandi. „Hins vegar er alveg sama hvað ég geri á Íslandi, eða einhver. Maður er alltaf tengdur öllu, alltaf með frændur sína og frænkur, afa sinn og ömmu að gera eitthvað rosa fínt," segir hann. Þrátt fyrir að hafa verið í hálfu starf við hátíðina í fyrra segir Grímur að hann og annað starfsfólk hátíðarinnar hafi unnið í 100 til 200 prósent starfi, en fengið borgað fyrir hálft starf eða minna. „Það var ekki rakið að þetta myndi ganga upp. Til að keyra hátíðina upp þurfti að gera mjög margt, en það var ekki til mikill peningur," segir hann. Þannig að munurinn er sá að nú færðu borgað fyrir vinnuna? „Já, en ég ætla ekki að fara að grenja. Ég réði mig upp á þessi býtti."atlifannar@frettabladid.is Tengdar fréttir Segir Iceland Airwaves-stjóra sitja beggja vegna borðs Kári Sturluson telur að Grímur Atlason sé beggja vegna borðs þegar kemur að störfum hans sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves og sjálfstæður tónleikahaldari. 3. febrúar 2011 00:01 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Ég ætla ekki að vera virkur í tónleikahaldi, enda hef ég ekki áhuga á því. Það er erfitt að vera tónleikahaldari á Íslandi," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves hátíðarinnar. Grímur hefur verið ráðinn í fullt starf við hátíðina. Hann var ráðinn í hálft starf í fyrra og stýrði hátíðinni í fyrsta skipti í október sama ár. Í samningi sem gerður var við Grím er ákvæði sem meinar honum að standa í innflutningi á erlendum hljómsveitum, en hann hefur staðið í slíkum rekstri síðustu ár og kemur að tónleikum bresku hljómsveitarinnar Hurts í þessum mánuði. Tónleikahaldarinn Kári Sturluson gagnrýndi aðkomu Gríms að tónleikum Hurts í Fréttablaðinu á dögunum. Sagði hann Grím nýta tengsl í krafti opinberrar stöðu sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves í eigin rekstri. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), sem heldur utan um Iceland Airwaves, og stjórn ÚTÓN töldu ekki að um hagsmunaárekstra væri að ræða.Anna Hildur segir að ÚTÓN hafi ekki getað skipt sér af því hvernig Grímur aflaði sér tekna þegar hann var aðeins í hálfu starfi við hátíðina. „Það var skilningur á því frá upphafi að ef starfshlutfallið myndi breytast myndi hann ekki sinna innflutningi á hljómsveitum," segir hún. Grímur Atlason segist ekki hafa áhuga á því að halda stóra tónleika á eigin vegum. Hann segir ákvæðið um tónleikahald hans eðlilegt í fámenninu á Íslandi. „Hins vegar er alveg sama hvað ég geri á Íslandi, eða einhver. Maður er alltaf tengdur öllu, alltaf með frændur sína og frænkur, afa sinn og ömmu að gera eitthvað rosa fínt," segir hann. Þrátt fyrir að hafa verið í hálfu starf við hátíðina í fyrra segir Grímur að hann og annað starfsfólk hátíðarinnar hafi unnið í 100 til 200 prósent starfi, en fengið borgað fyrir hálft starf eða minna. „Það var ekki rakið að þetta myndi ganga upp. Til að keyra hátíðina upp þurfti að gera mjög margt, en það var ekki til mikill peningur," segir hann. Þannig að munurinn er sá að nú færðu borgað fyrir vinnuna? „Já, en ég ætla ekki að fara að grenja. Ég réði mig upp á þessi býtti."atlifannar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Segir Iceland Airwaves-stjóra sitja beggja vegna borðs Kári Sturluson telur að Grímur Atlason sé beggja vegna borðs þegar kemur að störfum hans sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves og sjálfstæður tónleikahaldari. 3. febrúar 2011 00:01 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Segir Iceland Airwaves-stjóra sitja beggja vegna borðs Kári Sturluson telur að Grímur Atlason sé beggja vegna borðs þegar kemur að störfum hans sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves og sjálfstæður tónleikahaldari. 3. febrúar 2011 00:01