Skinner kveður The Streets 6. janúar 2011 15:30 Mike Skinner er maðurinn á bak við The Streets, sem gefur út sína fimmtu og síðustu plötu í næsta mánuði. nordicphotos/getty Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. Mike Skinner, maðurinn á bak við The Streets, hefur lýst því yfir að næsta plata sveitarinnar, Computers and Blues, verði sú síðasta. Hún kemur út í næsta mánuði og verður sú fimmta sem The Streets gerir fyrir útgáfufyrirtækið Warner. Þrátt fyrir miklar vinsældir undanfarin tíu ár er Skinner búinn að fá nóg og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég hef verið að þessu í tíu ár og hef reynt að gera eitthvað alveg nýtt á hverri plötu. Sumar hafa fengið frábærar viðtökur en aðrar ekki og núna er ég uppiskroppa með efni,“ sagði Skinner í viðtali við breska sunnudagsblaðið The Observer og bætti því við að þetta væri síðasta stóra viðtalið sem hann myndi gefa. Hinn 32 ára Skinner sló í gegn með fyrstu plötu sinni Original Pirate Material árið 2002. Þar blés hann ferskum vindum inn í hiphop-heiminn með öðruvísi, sér-breskum hljómi þar sem hann söng á skondinn hátt um líf sitt á götum ensku borgarinnar Birmingham. Biðraðir eftir kebab-skyndibita, grasreykingar og kvennafar komu meðal annars við sögu. „Ég get ekki notfært mér dramatíkina í kringum morð og ofbeldi eins og rappið gerir. Þess vegna reyni ég að búa til eitthvað dramatískt úr engu,“ sagði Skinner um textagerð sína. Önnur plata The Streets, A Grand Don’t Come for Free, hlaut einnig góðar viðtökur og sér í lagi smáskífulagið Dry Your Eyes. Platan fór á toppinn í Bretlandi, rétt eins og sú næsta, The Hardest Way to Make an Easy Living. Síðasta plata The Streets, Everything Is Borrowed, náði á hinn bóginn aðeins sjöunda sætinu í Bretlandi, þó svo að viðtökur gagnrýnenda hafi verið fremur jákvæðar. Núna er svo komið að Skinner vill breyta til, leggja The Streets á hilluna og gera eitthvað allt annað. „Ég hef ekki áhuga á The Streets lengur. Ég hefði átt að breyta til fyrir löngu,“ sagði hann og bætti við að með nýju plötunni væri hann að kveðja fyrirtækið Warner. „Ég skrifaði undir fimm platna samning. Það hefði verið asnalegt að hætta með The Streets eftir fjórðu plötuna og gera síðan eina í viðbót bara til að uppfylla samninginn.“ Computers and Blues þykir á meðal hans bestu verka og lítur því allt út fyrir að The Streets muni hverfa af sjónarsviðinu með stæl en um leið mikilli eftirsjá tónlistaráhugamanna. freyr@frettabladid.is Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. Mike Skinner, maðurinn á bak við The Streets, hefur lýst því yfir að næsta plata sveitarinnar, Computers and Blues, verði sú síðasta. Hún kemur út í næsta mánuði og verður sú fimmta sem The Streets gerir fyrir útgáfufyrirtækið Warner. Þrátt fyrir miklar vinsældir undanfarin tíu ár er Skinner búinn að fá nóg og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég hef verið að þessu í tíu ár og hef reynt að gera eitthvað alveg nýtt á hverri plötu. Sumar hafa fengið frábærar viðtökur en aðrar ekki og núna er ég uppiskroppa með efni,“ sagði Skinner í viðtali við breska sunnudagsblaðið The Observer og bætti því við að þetta væri síðasta stóra viðtalið sem hann myndi gefa. Hinn 32 ára Skinner sló í gegn með fyrstu plötu sinni Original Pirate Material árið 2002. Þar blés hann ferskum vindum inn í hiphop-heiminn með öðruvísi, sér-breskum hljómi þar sem hann söng á skondinn hátt um líf sitt á götum ensku borgarinnar Birmingham. Biðraðir eftir kebab-skyndibita, grasreykingar og kvennafar komu meðal annars við sögu. „Ég get ekki notfært mér dramatíkina í kringum morð og ofbeldi eins og rappið gerir. Þess vegna reyni ég að búa til eitthvað dramatískt úr engu,“ sagði Skinner um textagerð sína. Önnur plata The Streets, A Grand Don’t Come for Free, hlaut einnig góðar viðtökur og sér í lagi smáskífulagið Dry Your Eyes. Platan fór á toppinn í Bretlandi, rétt eins og sú næsta, The Hardest Way to Make an Easy Living. Síðasta plata The Streets, Everything Is Borrowed, náði á hinn bóginn aðeins sjöunda sætinu í Bretlandi, þó svo að viðtökur gagnrýnenda hafi verið fremur jákvæðar. Núna er svo komið að Skinner vill breyta til, leggja The Streets á hilluna og gera eitthvað allt annað. „Ég hef ekki áhuga á The Streets lengur. Ég hefði átt að breyta til fyrir löngu,“ sagði hann og bætti við að með nýju plötunni væri hann að kveðja fyrirtækið Warner. „Ég skrifaði undir fimm platna samning. Það hefði verið asnalegt að hætta með The Streets eftir fjórðu plötuna og gera síðan eina í viðbót bara til að uppfylla samninginn.“ Computers and Blues þykir á meðal hans bestu verka og lítur því allt út fyrir að The Streets muni hverfa af sjónarsviðinu með stæl en um leið mikilli eftirsjá tónlistaráhugamanna. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira