Gott að vera á heimavelli 29. september 2011 08:30 MEð mikla reynslu Eyrún Ósk hefur ekki áður gert leikna kvikmynd en hefur unnið töluvert með áhugaleikfélögum og ungum krökkum. Hrafnar, sóleyjar og myrra er byggð á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson kvikmyndagerðarmann. Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra, sem frumsýnd verður í Sambíóunum um helgina, segir frá Láru Sjöfn, ungri stúlku sem þarf að takast á við ástvinamissi í byrjun sumars. Hún ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarleyfinu en fyrir tilviljun eignast hún nýja vini og við tekur æsispennandi atburðarás. Með hlutverk Láru Sjafnar fer Victoria Ferrell en meðal annarra leikara má nefna Ladda, Eddu Björgvinsdóttur, Hannes Óla Ágústsson og Sigríði Björk Baldursdóttur. Eyrún Ósk og Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður eru bæði titluð leikstjórar myndarinnar. „Sem var mjög fínt því Helgi hefur náttúrulega verið að gera bíómyndir í hundrað ár,“ segir Eyrún Ósk og glottir. Eyrún, sem varð þrítug í síðustu viku, útskrifaðist með BA-próf í leiklist og leikstjórn frá Rose Bruford-háskólanum fyrir sex árum og kláraði svo meistarapróf í fjölmiðlun og leiklist frá Winchester-háskólanum 2007. Þrátt fyrir ungan aldur á Eyrún töluvert feitan reikning í reynslubankanum því hún hefur unnið mikið með ungu fólki í framhaldsskólum og áhugaleikfélögum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og leikstjórn og tók þátt í eiginlega öllu slíku starfi í bæði grunn- og framhaldsskóla,“ segir Eyrún en hún rak meðal annars Jaðarleikhúsið á tímabili og tók svo að sér leikstjórn fyrir leikhóp í Madrid á Spáni. Þrjú ár eru síðan undirbúningur fyrir myndina hófst og leikstjórinn viðurkennir að hún sé eilítið stressuð fyrir frumsýninguna þó ekkert meira en góðu hófi gegni. Hún er búsett í Hafnarfirði og segir leikstjórinn það hafa verið mikinn kost að vera á heimavelli en myndin er öll tekin upp þar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra, sem frumsýnd verður í Sambíóunum um helgina, segir frá Láru Sjöfn, ungri stúlku sem þarf að takast á við ástvinamissi í byrjun sumars. Hún ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarleyfinu en fyrir tilviljun eignast hún nýja vini og við tekur æsispennandi atburðarás. Með hlutverk Láru Sjafnar fer Victoria Ferrell en meðal annarra leikara má nefna Ladda, Eddu Björgvinsdóttur, Hannes Óla Ágústsson og Sigríði Björk Baldursdóttur. Eyrún Ósk og Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður eru bæði titluð leikstjórar myndarinnar. „Sem var mjög fínt því Helgi hefur náttúrulega verið að gera bíómyndir í hundrað ár,“ segir Eyrún Ósk og glottir. Eyrún, sem varð þrítug í síðustu viku, útskrifaðist með BA-próf í leiklist og leikstjórn frá Rose Bruford-háskólanum fyrir sex árum og kláraði svo meistarapróf í fjölmiðlun og leiklist frá Winchester-háskólanum 2007. Þrátt fyrir ungan aldur á Eyrún töluvert feitan reikning í reynslubankanum því hún hefur unnið mikið með ungu fólki í framhaldsskólum og áhugaleikfélögum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og leikstjórn og tók þátt í eiginlega öllu slíku starfi í bæði grunn- og framhaldsskóla,“ segir Eyrún en hún rak meðal annars Jaðarleikhúsið á tímabili og tók svo að sér leikstjórn fyrir leikhóp í Madrid á Spáni. Þrjú ár eru síðan undirbúningur fyrir myndina hófst og leikstjórinn viðurkennir að hún sé eilítið stressuð fyrir frumsýninguna þó ekkert meira en góðu hófi gegni. Hún er búsett í Hafnarfirði og segir leikstjórinn það hafa verið mikinn kost að vera á heimavelli en myndin er öll tekin upp þar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira