Ráðinn í auglýsingu fyrir Samsung á elleftu stundu 10. mars 2011 11:00 „Það var frekar skrýtið að fá leiðbeiningar frá leikstjóranum á íslensku þarna í miðborg Los Angeles en þetta var bara mjög gaman," segir Darri Ingólfsson leikari. Darri fer með aðalhlutverkið í væntanlegri sjónvarpsauglýsingu raftækjarisans Samsung sem sýnd verður í Bandaríkjunum. Darri auglýsir Samsung Galaxy Tab, sem er ný græja sem er einhvers konar blanda af iPhone og iPad. Leikstjórar auglýsingarinnar eru þeir Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson. „Það var gott að vinna með þessum strákum," segir Darri um landa sína. „Þetta var nokkuð stórt dæmi. Þeir lokuðu alveg tveimur akreinum í miðborg LA og bjuggu til heilt sett þar. Tökurnar tóku tvo daga. Það var reyndar frekar kalt, sem passaði ekki alveg því þetta átti að vera sumardagur í LA. Þegar ég var farinn að skjálfa þarna var bara kallað á mig og mér sagt að haga mér eins og sannur víkingur. Þá var þetta ekkert mál," segir leikarinn og hlær. Þegar leikstjórarnir komu til Los Angeles stóð til að bandarískur leikari færi með aðalhlutverkið. Skömmu áður en tökur hófust var honum sparkað og þá voru góð ráð dýr. „Þeir hringdu í mig og spurðu hvort ég gæti skotist í prufu strax. Ég dreif mig niðureftir og þeir tóku mig upp. Svo var þessu hent í tölvupósti til New York og þar voru menn greinilega sáttir því strax daginn eftir var ég kallaður í búningamátun og svo beint í tökur. Venjulega þarf maður að bíða í nokkra daga eftir svörum og ef þú heyrir ekki neitt þá hefurðu ekki fengið verkefnið. Það var fínt að kynnast þessu upp á íslenska mátann." Darri hefur verið búsettur í Los Angeles í tvö ár. Hann segist hafa fengið smáverkefni við og við en hefur enn ekki landað neinu bitastæðu hlutverki. „Maður er smám saman að læra inn á þennan bransa. Það tók mig alveg heilt ár að sjá hvar ég á að eyða púðrinu. Það tekur líka sinn tíma að kynnast rétta fólkinu. Einhvern veginn er samt allt í Hollywood Catch 22; þú færð ekki neitt fyrr en þú færð eitthvað." Auglýsingin fer í sýningar síðar í þessum mánuði og vonast Darri til að hún hjálpi honum til að koma sér á framfæri. „Ég vona að hún verði spiluð út í eitt." hdm@frettabladid.is Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira
„Það var frekar skrýtið að fá leiðbeiningar frá leikstjóranum á íslensku þarna í miðborg Los Angeles en þetta var bara mjög gaman," segir Darri Ingólfsson leikari. Darri fer með aðalhlutverkið í væntanlegri sjónvarpsauglýsingu raftækjarisans Samsung sem sýnd verður í Bandaríkjunum. Darri auglýsir Samsung Galaxy Tab, sem er ný græja sem er einhvers konar blanda af iPhone og iPad. Leikstjórar auglýsingarinnar eru þeir Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson. „Það var gott að vinna með þessum strákum," segir Darri um landa sína. „Þetta var nokkuð stórt dæmi. Þeir lokuðu alveg tveimur akreinum í miðborg LA og bjuggu til heilt sett þar. Tökurnar tóku tvo daga. Það var reyndar frekar kalt, sem passaði ekki alveg því þetta átti að vera sumardagur í LA. Þegar ég var farinn að skjálfa þarna var bara kallað á mig og mér sagt að haga mér eins og sannur víkingur. Þá var þetta ekkert mál," segir leikarinn og hlær. Þegar leikstjórarnir komu til Los Angeles stóð til að bandarískur leikari færi með aðalhlutverkið. Skömmu áður en tökur hófust var honum sparkað og þá voru góð ráð dýr. „Þeir hringdu í mig og spurðu hvort ég gæti skotist í prufu strax. Ég dreif mig niðureftir og þeir tóku mig upp. Svo var þessu hent í tölvupósti til New York og þar voru menn greinilega sáttir því strax daginn eftir var ég kallaður í búningamátun og svo beint í tökur. Venjulega þarf maður að bíða í nokkra daga eftir svörum og ef þú heyrir ekki neitt þá hefurðu ekki fengið verkefnið. Það var fínt að kynnast þessu upp á íslenska mátann." Darri hefur verið búsettur í Los Angeles í tvö ár. Hann segist hafa fengið smáverkefni við og við en hefur enn ekki landað neinu bitastæðu hlutverki. „Maður er smám saman að læra inn á þennan bransa. Það tók mig alveg heilt ár að sjá hvar ég á að eyða púðrinu. Það tekur líka sinn tíma að kynnast rétta fólkinu. Einhvern veginn er samt allt í Hollywood Catch 22; þú færð ekki neitt fyrr en þú færð eitthvað." Auglýsingin fer í sýningar síðar í þessum mánuði og vonast Darri til að hún hjálpi honum til að koma sér á framfæri. „Ég vona að hún verði spiluð út í eitt." hdm@frettabladid.is
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira