Ráðinn í auglýsingu fyrir Samsung á elleftu stundu 10. mars 2011 11:00 „Það var frekar skrýtið að fá leiðbeiningar frá leikstjóranum á íslensku þarna í miðborg Los Angeles en þetta var bara mjög gaman," segir Darri Ingólfsson leikari. Darri fer með aðalhlutverkið í væntanlegri sjónvarpsauglýsingu raftækjarisans Samsung sem sýnd verður í Bandaríkjunum. Darri auglýsir Samsung Galaxy Tab, sem er ný græja sem er einhvers konar blanda af iPhone og iPad. Leikstjórar auglýsingarinnar eru þeir Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson. „Það var gott að vinna með þessum strákum," segir Darri um landa sína. „Þetta var nokkuð stórt dæmi. Þeir lokuðu alveg tveimur akreinum í miðborg LA og bjuggu til heilt sett þar. Tökurnar tóku tvo daga. Það var reyndar frekar kalt, sem passaði ekki alveg því þetta átti að vera sumardagur í LA. Þegar ég var farinn að skjálfa þarna var bara kallað á mig og mér sagt að haga mér eins og sannur víkingur. Þá var þetta ekkert mál," segir leikarinn og hlær. Þegar leikstjórarnir komu til Los Angeles stóð til að bandarískur leikari færi með aðalhlutverkið. Skömmu áður en tökur hófust var honum sparkað og þá voru góð ráð dýr. „Þeir hringdu í mig og spurðu hvort ég gæti skotist í prufu strax. Ég dreif mig niðureftir og þeir tóku mig upp. Svo var þessu hent í tölvupósti til New York og þar voru menn greinilega sáttir því strax daginn eftir var ég kallaður í búningamátun og svo beint í tökur. Venjulega þarf maður að bíða í nokkra daga eftir svörum og ef þú heyrir ekki neitt þá hefurðu ekki fengið verkefnið. Það var fínt að kynnast þessu upp á íslenska mátann." Darri hefur verið búsettur í Los Angeles í tvö ár. Hann segist hafa fengið smáverkefni við og við en hefur enn ekki landað neinu bitastæðu hlutverki. „Maður er smám saman að læra inn á þennan bransa. Það tók mig alveg heilt ár að sjá hvar ég á að eyða púðrinu. Það tekur líka sinn tíma að kynnast rétta fólkinu. Einhvern veginn er samt allt í Hollywood Catch 22; þú færð ekki neitt fyrr en þú færð eitthvað." Auglýsingin fer í sýningar síðar í þessum mánuði og vonast Darri til að hún hjálpi honum til að koma sér á framfæri. „Ég vona að hún verði spiluð út í eitt." hdm@frettabladid.is Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Sjá meira
„Það var frekar skrýtið að fá leiðbeiningar frá leikstjóranum á íslensku þarna í miðborg Los Angeles en þetta var bara mjög gaman," segir Darri Ingólfsson leikari. Darri fer með aðalhlutverkið í væntanlegri sjónvarpsauglýsingu raftækjarisans Samsung sem sýnd verður í Bandaríkjunum. Darri auglýsir Samsung Galaxy Tab, sem er ný græja sem er einhvers konar blanda af iPhone og iPad. Leikstjórar auglýsingarinnar eru þeir Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson. „Það var gott að vinna með þessum strákum," segir Darri um landa sína. „Þetta var nokkuð stórt dæmi. Þeir lokuðu alveg tveimur akreinum í miðborg LA og bjuggu til heilt sett þar. Tökurnar tóku tvo daga. Það var reyndar frekar kalt, sem passaði ekki alveg því þetta átti að vera sumardagur í LA. Þegar ég var farinn að skjálfa þarna var bara kallað á mig og mér sagt að haga mér eins og sannur víkingur. Þá var þetta ekkert mál," segir leikarinn og hlær. Þegar leikstjórarnir komu til Los Angeles stóð til að bandarískur leikari færi með aðalhlutverkið. Skömmu áður en tökur hófust var honum sparkað og þá voru góð ráð dýr. „Þeir hringdu í mig og spurðu hvort ég gæti skotist í prufu strax. Ég dreif mig niðureftir og þeir tóku mig upp. Svo var þessu hent í tölvupósti til New York og þar voru menn greinilega sáttir því strax daginn eftir var ég kallaður í búningamátun og svo beint í tökur. Venjulega þarf maður að bíða í nokkra daga eftir svörum og ef þú heyrir ekki neitt þá hefurðu ekki fengið verkefnið. Það var fínt að kynnast þessu upp á íslenska mátann." Darri hefur verið búsettur í Los Angeles í tvö ár. Hann segist hafa fengið smáverkefni við og við en hefur enn ekki landað neinu bitastæðu hlutverki. „Maður er smám saman að læra inn á þennan bransa. Það tók mig alveg heilt ár að sjá hvar ég á að eyða púðrinu. Það tekur líka sinn tíma að kynnast rétta fólkinu. Einhvern veginn er samt allt í Hollywood Catch 22; þú færð ekki neitt fyrr en þú færð eitthvað." Auglýsingin fer í sýningar síðar í þessum mánuði og vonast Darri til að hún hjálpi honum til að koma sér á framfæri. „Ég vona að hún verði spiluð út í eitt." hdm@frettabladid.is
Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Sjá meira