Ráðinn í auglýsingu fyrir Samsung á elleftu stundu 10. mars 2011 11:00 „Það var frekar skrýtið að fá leiðbeiningar frá leikstjóranum á íslensku þarna í miðborg Los Angeles en þetta var bara mjög gaman," segir Darri Ingólfsson leikari. Darri fer með aðalhlutverkið í væntanlegri sjónvarpsauglýsingu raftækjarisans Samsung sem sýnd verður í Bandaríkjunum. Darri auglýsir Samsung Galaxy Tab, sem er ný græja sem er einhvers konar blanda af iPhone og iPad. Leikstjórar auglýsingarinnar eru þeir Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson. „Það var gott að vinna með þessum strákum," segir Darri um landa sína. „Þetta var nokkuð stórt dæmi. Þeir lokuðu alveg tveimur akreinum í miðborg LA og bjuggu til heilt sett þar. Tökurnar tóku tvo daga. Það var reyndar frekar kalt, sem passaði ekki alveg því þetta átti að vera sumardagur í LA. Þegar ég var farinn að skjálfa þarna var bara kallað á mig og mér sagt að haga mér eins og sannur víkingur. Þá var þetta ekkert mál," segir leikarinn og hlær. Þegar leikstjórarnir komu til Los Angeles stóð til að bandarískur leikari færi með aðalhlutverkið. Skömmu áður en tökur hófust var honum sparkað og þá voru góð ráð dýr. „Þeir hringdu í mig og spurðu hvort ég gæti skotist í prufu strax. Ég dreif mig niðureftir og þeir tóku mig upp. Svo var þessu hent í tölvupósti til New York og þar voru menn greinilega sáttir því strax daginn eftir var ég kallaður í búningamátun og svo beint í tökur. Venjulega þarf maður að bíða í nokkra daga eftir svörum og ef þú heyrir ekki neitt þá hefurðu ekki fengið verkefnið. Það var fínt að kynnast þessu upp á íslenska mátann." Darri hefur verið búsettur í Los Angeles í tvö ár. Hann segist hafa fengið smáverkefni við og við en hefur enn ekki landað neinu bitastæðu hlutverki. „Maður er smám saman að læra inn á þennan bransa. Það tók mig alveg heilt ár að sjá hvar ég á að eyða púðrinu. Það tekur líka sinn tíma að kynnast rétta fólkinu. Einhvern veginn er samt allt í Hollywood Catch 22; þú færð ekki neitt fyrr en þú færð eitthvað." Auglýsingin fer í sýningar síðar í þessum mánuði og vonast Darri til að hún hjálpi honum til að koma sér á framfæri. „Ég vona að hún verði spiluð út í eitt." hdm@frettabladid.is Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Það var frekar skrýtið að fá leiðbeiningar frá leikstjóranum á íslensku þarna í miðborg Los Angeles en þetta var bara mjög gaman," segir Darri Ingólfsson leikari. Darri fer með aðalhlutverkið í væntanlegri sjónvarpsauglýsingu raftækjarisans Samsung sem sýnd verður í Bandaríkjunum. Darri auglýsir Samsung Galaxy Tab, sem er ný græja sem er einhvers konar blanda af iPhone og iPad. Leikstjórar auglýsingarinnar eru þeir Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson. „Það var gott að vinna með þessum strákum," segir Darri um landa sína. „Þetta var nokkuð stórt dæmi. Þeir lokuðu alveg tveimur akreinum í miðborg LA og bjuggu til heilt sett þar. Tökurnar tóku tvo daga. Það var reyndar frekar kalt, sem passaði ekki alveg því þetta átti að vera sumardagur í LA. Þegar ég var farinn að skjálfa þarna var bara kallað á mig og mér sagt að haga mér eins og sannur víkingur. Þá var þetta ekkert mál," segir leikarinn og hlær. Þegar leikstjórarnir komu til Los Angeles stóð til að bandarískur leikari færi með aðalhlutverkið. Skömmu áður en tökur hófust var honum sparkað og þá voru góð ráð dýr. „Þeir hringdu í mig og spurðu hvort ég gæti skotist í prufu strax. Ég dreif mig niðureftir og þeir tóku mig upp. Svo var þessu hent í tölvupósti til New York og þar voru menn greinilega sáttir því strax daginn eftir var ég kallaður í búningamátun og svo beint í tökur. Venjulega þarf maður að bíða í nokkra daga eftir svörum og ef þú heyrir ekki neitt þá hefurðu ekki fengið verkefnið. Það var fínt að kynnast þessu upp á íslenska mátann." Darri hefur verið búsettur í Los Angeles í tvö ár. Hann segist hafa fengið smáverkefni við og við en hefur enn ekki landað neinu bitastæðu hlutverki. „Maður er smám saman að læra inn á þennan bransa. Það tók mig alveg heilt ár að sjá hvar ég á að eyða púðrinu. Það tekur líka sinn tíma að kynnast rétta fólkinu. Einhvern veginn er samt allt í Hollywood Catch 22; þú færð ekki neitt fyrr en þú færð eitthvað." Auglýsingin fer í sýningar síðar í þessum mánuði og vonast Darri til að hún hjálpi honum til að koma sér á framfæri. „Ég vona að hún verði spiluð út í eitt." hdm@frettabladid.is
Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“