Innlent

Hagræðing vegna skólasameiningar 72 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Júlíus Vífill spurði um hagræðingu vegna sameiningar skóla.
Júlíus Vífill spurði um hagræðingu vegna sameiningar skóla.
Hagræðing á árinu 2012 vegna sameininga leikskóla og grunnskóla sem ákveðin var í apríl síðastliðnum nemur 72 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Júlíusar Vífils Ingvarssonar vegna málsins.

Í svari við fyrirspurninni kemur fram að hagræðing á árinu 2012 vegna sameininga leikskóla skv. ákvörðun borgarráðs í apríl síðastliðnum hafi verið áætluð  85 milljónir króna. Þar af var hagræðing í mötuneytum sameinaðra leikskóla 25 milljónir króna. Ákveðið var að bíða með þann hluta sem snýr að hagræðingu í mötuneytum þar til skýrsla mötuneytishóps liggur fyrir. Hagræðing á árinu 2012 vegna þessara sameininga er því 60 milljónir króna. Til viðbótar er hagræðing vegna sameininga sex leikskóla í þrjá árin 2009 og 2010, hagræðing vegna þeirra sameininga er um 15 milljónir króna. Samtals hagræðing er því um 75 milljónir á árinu 2012.

Sameining grunnskóla

Hagræðing á árinu 2012 vegna sameininga grunnskóla samkvæmt ákvörðun borgarráðs í apríl 2011 eru tæpar 12 milljónir króna. Í svarinu kemur fram að hagræðing skilar sér í litlu mæli á árinu 2012 vegna biðlaunaréttar. Því til viðbótar kemur fram hagræðing vegna sameiningar Safamýrar - og Öskjuhlíðaskóla sem varð 1. ágúst 2011 uppá tæp 20 mkr. eða alls uppá 32 milljónir króna.

Auk þess varð hagræðing þar sem ekki er þörf á fyrirhuguðum viðbyggingum/nýbyggingum við Rimaskóla og Korpuskóla með tilkomu sameininganna. Viðbyggingu við Vesturbæjarskóla hefur einnig verið slegin af, að minnsta kosti tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×