Innlent

Sturla til sérstaks saksóknara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sturla Jónsson hefur verið boðaður til skýrslutöku að eigin sögn.
Sturla Jónsson hefur verið boðaður til skýrslutöku að eigin sögn. mynd/ arnþór
Sturla Jónsson vöruflutningabílstjóri hefur verið boðaður til skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara á morgun. Frá þessu greinir hann á fésbókarsíðu sinni.

Hann segir jafnframt frá því að hann hafi, í félagi við sex aðra menn, kært bankana fyrir að hafa farið inn á bankareikninga, og tekið út af reikningum sínum án umboðs. Hann bendir á að það sé ekki heimild í neyðarlögunum sem kveði á um að bankarnir hafi getað tekið út af reikningum þeirra án umboðs.

Vísir náði ekki tali af Sturlu við vinnslu þessarar fréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×