Háskólarnir ættu að tryggja hlutlægnina 11. janúar 2011 05:45 Utanríkisráðherra hlýðir hér á Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, á kynningarfundi Alþjóðamálastofnunar HÍ í mars í fyrra.Fréttablaðið/Valli Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum. Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. „Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu. Andrés Jónsson, eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti, bendir á að aðkoma háskólanna að kynningarstarfi ESB sé í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem hér var gerð um hver fólk vildi helst að annaðist kynningu á ESB. „Þannig að ef Evrópusambandið vill vera trúverðugt og hlutlægt þarf það að fá háskólana til samstarfs,“ segir Andrés. Fyrirtæki hans á þátt í umsókn þeirri um starfann sem evrópska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið ECORYS leiðir í samstarfi við Háskóla Íslands. Um leið viðurkennir Andrés að aðkoma Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar HÍ að fundaherferð um ESB hafi verið umdeild meðal andstæðinga sambandsins. Kynningarstarf ESB hér sé hins vegar ekki lagt þannig upp að um einhvern áróður eigi að vera að ræða. „Fyrst og fremst snýst þetta um að veita upplýsingar og halda réttum upplýsingum á lofti og leiðrétta rangfærslur, en það verður auðvitað umdeilt, sér í lagi á meðal andstæðinga sambandsins,“ segir hann, en telur um leið ekki vanþörf á að kynna ESB betur hér innanlands. „En ég held það væri óðs manns fyrir Evrópusambandið að fara í einhvern áróður. Það myndi ekki hjálpa því.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum. Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. „Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu. Andrés Jónsson, eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti, bendir á að aðkoma háskólanna að kynningarstarfi ESB sé í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem hér var gerð um hver fólk vildi helst að annaðist kynningu á ESB. „Þannig að ef Evrópusambandið vill vera trúverðugt og hlutlægt þarf það að fá háskólana til samstarfs,“ segir Andrés. Fyrirtæki hans á þátt í umsókn þeirri um starfann sem evrópska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið ECORYS leiðir í samstarfi við Háskóla Íslands. Um leið viðurkennir Andrés að aðkoma Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar HÍ að fundaherferð um ESB hafi verið umdeild meðal andstæðinga sambandsins. Kynningarstarf ESB hér sé hins vegar ekki lagt þannig upp að um einhvern áróður eigi að vera að ræða. „Fyrst og fremst snýst þetta um að veita upplýsingar og halda réttum upplýsingum á lofti og leiðrétta rangfærslur, en það verður auðvitað umdeilt, sér í lagi á meðal andstæðinga sambandsins,“ segir hann, en telur um leið ekki vanþörf á að kynna ESB betur hér innanlands. „En ég held það væri óðs manns fyrir Evrópusambandið að fara í einhvern áróður. Það myndi ekki hjálpa því.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira