Háskólarnir ættu að tryggja hlutlægnina 11. janúar 2011 05:45 Utanríkisráðherra hlýðir hér á Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, á kynningarfundi Alþjóðamálastofnunar HÍ í mars í fyrra.Fréttablaðið/Valli Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum. Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. „Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu. Andrés Jónsson, eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti, bendir á að aðkoma háskólanna að kynningarstarfi ESB sé í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem hér var gerð um hver fólk vildi helst að annaðist kynningu á ESB. „Þannig að ef Evrópusambandið vill vera trúverðugt og hlutlægt þarf það að fá háskólana til samstarfs,“ segir Andrés. Fyrirtæki hans á þátt í umsókn þeirri um starfann sem evrópska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið ECORYS leiðir í samstarfi við Háskóla Íslands. Um leið viðurkennir Andrés að aðkoma Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar HÍ að fundaherferð um ESB hafi verið umdeild meðal andstæðinga sambandsins. Kynningarstarf ESB hér sé hins vegar ekki lagt þannig upp að um einhvern áróður eigi að vera að ræða. „Fyrst og fremst snýst þetta um að veita upplýsingar og halda réttum upplýsingum á lofti og leiðrétta rangfærslur, en það verður auðvitað umdeilt, sér í lagi á meðal andstæðinga sambandsins,“ segir hann, en telur um leið ekki vanþörf á að kynna ESB betur hér innanlands. „En ég held það væri óðs manns fyrir Evrópusambandið að fara í einhvern áróður. Það myndi ekki hjálpa því.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum. Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. „Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu. Andrés Jónsson, eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti, bendir á að aðkoma háskólanna að kynningarstarfi ESB sé í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem hér var gerð um hver fólk vildi helst að annaðist kynningu á ESB. „Þannig að ef Evrópusambandið vill vera trúverðugt og hlutlægt þarf það að fá háskólana til samstarfs,“ segir Andrés. Fyrirtæki hans á þátt í umsókn þeirri um starfann sem evrópska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið ECORYS leiðir í samstarfi við Háskóla Íslands. Um leið viðurkennir Andrés að aðkoma Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar HÍ að fundaherferð um ESB hafi verið umdeild meðal andstæðinga sambandsins. Kynningarstarf ESB hér sé hins vegar ekki lagt þannig upp að um einhvern áróður eigi að vera að ræða. „Fyrst og fremst snýst þetta um að veita upplýsingar og halda réttum upplýsingum á lofti og leiðrétta rangfærslur, en það verður auðvitað umdeilt, sér í lagi á meðal andstæðinga sambandsins,“ segir hann, en telur um leið ekki vanþörf á að kynna ESB betur hér innanlands. „En ég held það væri óðs manns fyrir Evrópusambandið að fara í einhvern áróður. Það myndi ekki hjálpa því.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira