Innlent

Vitni voru yfirheyrð í gær - leigubílstjórinn ófundinn

Lögreglan leitar leigubílstjóra sem ók þremenningunum í Kórahverfið í Kópavogi. Vitnisburður hans getur haft mikla þýðingu í nauðgunarmálinu.
Lögreglan leitar leigubílstjóra sem ók þremenningunum í Kórahverfið í Kópavogi. Vitnisburður hans getur haft mikla þýðingu í nauðgunarmálinu.
Vitni voru yfirheyrð í gær í kjölfar nauðgunarkæru sem átján ára stúlka hefur lagt fram á hendur Agli Einarssyni og unnustu hans.

Lögreglan leitar að leigubílstjóra sem hún þarf að hafa tal af vegna málsins. Hann hafði ekki gefið sig fram síðdegis í gær, þrátt fyrir tilmæli lögreglu þar að lútandi. Vitnisburður bílstjórans er talinn geta haft mikla þýðingu.

Bílstjórinn var að störfum í miðborginni aðfaranótt föstudagsins 25. nóvember síðastliðinn og ók Agli, unnustu hans og stúlkunni frá skemmtistaðnum Austur í miðbænum í Kórahverfi í Kópavogi.

Þá biður lögregla alla þá sem geta veitt upplýsingar um leigubílstjórann að hafa samband í síma 444-1000 eða senda bréf á netfangið abending@lrh.is. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×