4G er framtíðin í fjarskiptum 8. desember 2011 04:00 Fjarskipti á 4G-kerfinu eru það sem koma skal að mati símafyrirtækjanna, en þróunin mun taka nokkur ár og ráðast að miklu leyti af þróun tækjabúnaðar á neytendamarkaði. Fréttablaðið/Vilhelm Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa hafið undirbúning fyrir innreið 4G, fjórðu kynslóðar farskiptakerfisins, sem mun bjóða upp á aukinn hraða í gagnaflutningum fyrir neytendur á næstu misserum. Enn sem komið er eru fyrirtækin þó enn á undirbúningsstigi. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir í samtali við Fréttablaðið að þau séu í startholunum og hafi litið til Vodafone Global og reynslu þess í uppbyggingu þess konar kerfa. Kjartan segir að 4G sé klárlega hluti af framtíðarsýn í fjarskiptum. Réttast sé þó að horfa á öll kerfin, 4G, 3G og GSM, sem eina heild. „Við munum laga okkur að þeirri framtíð, en kerfin verða eflaust öll notuð næstu árin. Ég hef mikla trú á að 4G- og GSM-kerfið muni lifa áfram, því að það er útbreiddasta farsímatækni í heimi. Hvað varðar gagnaflutninga mun 4G hins vegar nýta betur tæki og tíðnir heldur en 3G og því eru líkurnar á að símafyrirtæki muni frekar vilja fjárfesta í því til lengri tíma litið. Þannig er það útbreidd trú í fjarskiptabransanum að það verði frekar 3G sem muni gefa eftir.“ Þó að 4G muni geta boðið upp á meiri hraða en margar fastlínutengingar telur Kjartan ekki líklegt að þráðlausa kerfið muni koma alfarið í stað línutenginga til skemmri tíma litið. Hann segir erfitt að spá um hvenær notkun 4G- kerfisins verði orðin almenn. „Eins og staðan er í dag er tiltölulega lítið af tækjum á markaðnum sem styðja 4G og það munu kannski líða þrjú til fimm ár þar til notkun verður almenn. Þá kallar 4G á miklar fjárfestingar ef við ætlum að ná góðri dreifingu hér á Íslandi. Við munum hins vegar fylgjast grannt með þessum málum og höfum myndað okkur framtíðarsýn. Mín tilfinning er að 4G muni netvæða heiminn enn frekar en orðið er.“ Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið vera búið að sækja um leyfi til tilraunareksturs á 4G-kerfi til Póst- og fjarskiptastofnunar og um leið og það sé í höfn muni tilraunir hefjast. Síminn sé þó þegar farinn að bjóða allt að 21 Mb tengingu með 3G á stóru svæði í höfuðborginni. „Með því erum við komin langleiðina í 4G, en það verður næsta skref. Eins og stendur er ekki mikið af búnaði sem styður 4G hér á landi og hraðinn á þessari þróun mun því að miklu leyti ráðast af þörfum neytenda.“ Nova er komið skrefi lengra á leið en hin fyrirtækin, þar sem það hefur þegar fengið tilraunaleyfi og rekur 4G-kerfi sem nær frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla og niður í miðborg. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir það gert til að meta fjárfestinguna sem til þurfi við uppbyggingu kerfisins. „Þetta verður gífurlega mikil breyting enda býður 4G upp á tíu sinnum meiri hraða en 3G og þrisvar sinnum meiri hraða en algengustu ADSL-tengingar í dag.“ Liv segir að allt bendi til þess að gagnaflutningar um netið muni stóraukast á komandi árum. „Það er til dæmis útlit fyrir að sjónvarpsefni muni í frekari mæli verða aðgengilegt í gegnum netið og við erum eiginlega á byrjunarreit í dag.“ Liv segir að fyrst um sinn sé miðað að því að 4G-nettengingar verði að mestu inni á heimilum. „3G-kerfið mun geta sinnt farsímum á næstunni en þetta er aðallega hugsað fyrir heimatengingar og þessa miklu aukningu sem við erum að sjá í spjaldtölvunotkun.“ Hún segist ekki geta sagt til um hversu hröð þróunin á 4G-kerfinu verði. „Ég býst þó við því að hún verði hraðari en þegar 3G kom á markaðinn.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa hafið undirbúning fyrir innreið 4G, fjórðu kynslóðar farskiptakerfisins, sem mun bjóða upp á aukinn hraða í gagnaflutningum fyrir neytendur á næstu misserum. Enn sem komið er eru fyrirtækin þó enn á undirbúningsstigi. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir í samtali við Fréttablaðið að þau séu í startholunum og hafi litið til Vodafone Global og reynslu þess í uppbyggingu þess konar kerfa. Kjartan segir að 4G sé klárlega hluti af framtíðarsýn í fjarskiptum. Réttast sé þó að horfa á öll kerfin, 4G, 3G og GSM, sem eina heild. „Við munum laga okkur að þeirri framtíð, en kerfin verða eflaust öll notuð næstu árin. Ég hef mikla trú á að 4G- og GSM-kerfið muni lifa áfram, því að það er útbreiddasta farsímatækni í heimi. Hvað varðar gagnaflutninga mun 4G hins vegar nýta betur tæki og tíðnir heldur en 3G og því eru líkurnar á að símafyrirtæki muni frekar vilja fjárfesta í því til lengri tíma litið. Þannig er það útbreidd trú í fjarskiptabransanum að það verði frekar 3G sem muni gefa eftir.“ Þó að 4G muni geta boðið upp á meiri hraða en margar fastlínutengingar telur Kjartan ekki líklegt að þráðlausa kerfið muni koma alfarið í stað línutenginga til skemmri tíma litið. Hann segir erfitt að spá um hvenær notkun 4G- kerfisins verði orðin almenn. „Eins og staðan er í dag er tiltölulega lítið af tækjum á markaðnum sem styðja 4G og það munu kannski líða þrjú til fimm ár þar til notkun verður almenn. Þá kallar 4G á miklar fjárfestingar ef við ætlum að ná góðri dreifingu hér á Íslandi. Við munum hins vegar fylgjast grannt með þessum málum og höfum myndað okkur framtíðarsýn. Mín tilfinning er að 4G muni netvæða heiminn enn frekar en orðið er.“ Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið vera búið að sækja um leyfi til tilraunareksturs á 4G-kerfi til Póst- og fjarskiptastofnunar og um leið og það sé í höfn muni tilraunir hefjast. Síminn sé þó þegar farinn að bjóða allt að 21 Mb tengingu með 3G á stóru svæði í höfuðborginni. „Með því erum við komin langleiðina í 4G, en það verður næsta skref. Eins og stendur er ekki mikið af búnaði sem styður 4G hér á landi og hraðinn á þessari þróun mun því að miklu leyti ráðast af þörfum neytenda.“ Nova er komið skrefi lengra á leið en hin fyrirtækin, þar sem það hefur þegar fengið tilraunaleyfi og rekur 4G-kerfi sem nær frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla og niður í miðborg. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir það gert til að meta fjárfestinguna sem til þurfi við uppbyggingu kerfisins. „Þetta verður gífurlega mikil breyting enda býður 4G upp á tíu sinnum meiri hraða en 3G og þrisvar sinnum meiri hraða en algengustu ADSL-tengingar í dag.“ Liv segir að allt bendi til þess að gagnaflutningar um netið muni stóraukast á komandi árum. „Það er til dæmis útlit fyrir að sjónvarpsefni muni í frekari mæli verða aðgengilegt í gegnum netið og við erum eiginlega á byrjunarreit í dag.“ Liv segir að fyrst um sinn sé miðað að því að 4G-nettengingar verði að mestu inni á heimilum. „3G-kerfið mun geta sinnt farsímum á næstunni en þetta er aðallega hugsað fyrir heimatengingar og þessa miklu aukningu sem við erum að sjá í spjaldtölvunotkun.“ Hún segist ekki geta sagt til um hversu hröð þróunin á 4G-kerfinu verði. „Ég býst þó við því að hún verði hraðari en þegar 3G kom á markaðinn.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira