Fjórtán ráðherrar frá kosningum 8. desember 2011 11:14 Mynd/GVA Fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórn hafa verið í umræðunni síðustu daga. Allt bendir til að Jón Bjarnason hverfi af ráðherrastóli á næstunni. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnarflokkanna frá kosningunum 2009. Stjórnmálafræðingur segir hrókeringar í ráðherraliði merki um veikleika ríkisstjórnar. Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum 10. maí 2009. Stjórnarflokkarnir, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð, höfðu myndað minnihlutastjórn í febrúar þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum. Kjósendur veittu stjórnarflokkunum umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, nú með meirihluta þingmanna á bak við sig, en fyrsta ráðuneyti Jóhönnu var minnihlutastjórn. Þrátt fyrir að ekki blési byrlega í efnahagslífi þjóðarinnar í árdaga stjórnarinnar ríkti nokkur bjartsýni hjá stjórnarliðum. Stjórnarflokkarnir bættu báðir við sig fylgi í kosningunum, Samfylkingin 2 þingmönnum og Vinstri græn 5. Minnihlutastjórnin naut nú liðsinnis 34 þingmanna af 63 og stjórnarliðar lögðu bjartsýnir af stað í það sem þeir kölluðu fyrstu hreinu vinstristjórnina á Íslandi.Blikur á lofti Snemma varð þó ljóst að ekki sætu allir á sárs höfði innan stjórnarflokkanna. Eitt af umsömdum stefnumálum í stjórnarsáttmálanum var aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Slíkt er þvert gegn stefnu Vinstri grænna og í sáttmálann var sett klausa: „Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma." Fljótlega reyndi á þetta ákvæði þegar Alþingi sam þykkti í júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Einn ráðherra í ríkisstjórninni, umræddur Jón Bjarnason, greiddi atkvæði gegn tillögunni, ásamt fleiri þingmönnum Vinstri grænna. Það fór illa í margan Samfylkingarþingmanninn.Kvarnast úr Fyrsta breytingin í ríkisstjórn varð ekki í góðu; Ögmundur Jónasson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í október 2009. Ástæðuna sagði hann vera efnahagsmál, ekki síst Icesave. Ögmundur sneri síðan aftur í ríkisstjórn tæpu ári síðar, en í annað ráðuneyti. Í stól Ögmundar settist Álfheiður Ingadóttir. Við endurkomu Ögmundar þurftu utanþingsráðherrarnir að taka pokann sinn og einnig Kristján L. Möller. Guðbjartur Hannesson kom einnig inn í ríkisstjórnina. Frekari hræringar urðu við sameiningar ráðuneyta sem tóku gildi 1. janúar 2010. Þrír þingmenn hafa yfirgefið Vinstri græn - Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir - og einn gengið til liðs við flokkinn, Þráinn Bertelsson. Stjórnin hefur því eins manns meirihluta og ljóst að ekkert má út af bregða eigi hún að lifa. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórn hafa verið í umræðunni síðustu daga. Allt bendir til að Jón Bjarnason hverfi af ráðherrastóli á næstunni. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnarflokkanna frá kosningunum 2009. Stjórnmálafræðingur segir hrókeringar í ráðherraliði merki um veikleika ríkisstjórnar. Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum 10. maí 2009. Stjórnarflokkarnir, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð, höfðu myndað minnihlutastjórn í febrúar þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum. Kjósendur veittu stjórnarflokkunum umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, nú með meirihluta þingmanna á bak við sig, en fyrsta ráðuneyti Jóhönnu var minnihlutastjórn. Þrátt fyrir að ekki blési byrlega í efnahagslífi þjóðarinnar í árdaga stjórnarinnar ríkti nokkur bjartsýni hjá stjórnarliðum. Stjórnarflokkarnir bættu báðir við sig fylgi í kosningunum, Samfylkingin 2 þingmönnum og Vinstri græn 5. Minnihlutastjórnin naut nú liðsinnis 34 þingmanna af 63 og stjórnarliðar lögðu bjartsýnir af stað í það sem þeir kölluðu fyrstu hreinu vinstristjórnina á Íslandi.Blikur á lofti Snemma varð þó ljóst að ekki sætu allir á sárs höfði innan stjórnarflokkanna. Eitt af umsömdum stefnumálum í stjórnarsáttmálanum var aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Slíkt er þvert gegn stefnu Vinstri grænna og í sáttmálann var sett klausa: „Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma." Fljótlega reyndi á þetta ákvæði þegar Alþingi sam þykkti í júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Einn ráðherra í ríkisstjórninni, umræddur Jón Bjarnason, greiddi atkvæði gegn tillögunni, ásamt fleiri þingmönnum Vinstri grænna. Það fór illa í margan Samfylkingarþingmanninn.Kvarnast úr Fyrsta breytingin í ríkisstjórn varð ekki í góðu; Ögmundur Jónasson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í október 2009. Ástæðuna sagði hann vera efnahagsmál, ekki síst Icesave. Ögmundur sneri síðan aftur í ríkisstjórn tæpu ári síðar, en í annað ráðuneyti. Í stól Ögmundar settist Álfheiður Ingadóttir. Við endurkomu Ögmundar þurftu utanþingsráðherrarnir að taka pokann sinn og einnig Kristján L. Möller. Guðbjartur Hannesson kom einnig inn í ríkisstjórnina. Frekari hræringar urðu við sameiningar ráðuneyta sem tóku gildi 1. janúar 2010. Þrír þingmenn hafa yfirgefið Vinstri græn - Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir - og einn gengið til liðs við flokkinn, Þráinn Bertelsson. Stjórnin hefur því eins manns meirihluta og ljóst að ekkert má út af bregða eigi hún að lifa.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira