Norski herinn á hausaveiðum hér 15. júní 2011 07:00 Í Afganistan Norskur hermaður í Kabúl.Nordicphotos/Getty Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári. Kynningarnar hafa hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að sögn skólastjórans eru Íslendingar með góðan bakgrunn. Þeir séu með fjögurra ára framhaldsskólamenntun auk þess sem þeir séu fljótir að aðlagast. „Það er á ábyrgð framhaldsskólanna sjálfra hverjum þeir hleypa að til kynninga úr háskólageiranum,“ segir Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Einn íslensku hermannanna tíu sem um þessar mundir þjóna í norska hernum hefur tvisvar kynnt nám í verkfræðiskóla hersins fyrir íslenskum framhaldsskólanemum. Hermaðurinn, Hilmar Haraldsson, sem verið hefur í norska hernum frá 2003, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann hafi farið í slíka kynningarferð árið 2004 og einnig í febrúar á þessu ári. Að sögn Hilmars voru undirtektir framhaldsskólanemanna nú miklu betri en áður. Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Hallgeir Langeland, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, kveðst hlynntur varnarsamstarfi Norðurlandanna. „En mér finnst það of langt gengið ef því er þannig farið að norsk yfirvöld reyni að fá Íslendinga til Noregs til þess að gerast svo að segja málaliðar í Afganistan.“ Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hafa fleiri tekið í sama streng. Norska varnarmálaráðuneytið vísar því á bug að hægt sé að líta á Íslendingana sem málaliða.ibs@frettabladid.is Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári. Kynningarnar hafa hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að sögn skólastjórans eru Íslendingar með góðan bakgrunn. Þeir séu með fjögurra ára framhaldsskólamenntun auk þess sem þeir séu fljótir að aðlagast. „Það er á ábyrgð framhaldsskólanna sjálfra hverjum þeir hleypa að til kynninga úr háskólageiranum,“ segir Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Einn íslensku hermannanna tíu sem um þessar mundir þjóna í norska hernum hefur tvisvar kynnt nám í verkfræðiskóla hersins fyrir íslenskum framhaldsskólanemum. Hermaðurinn, Hilmar Haraldsson, sem verið hefur í norska hernum frá 2003, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann hafi farið í slíka kynningarferð árið 2004 og einnig í febrúar á þessu ári. Að sögn Hilmars voru undirtektir framhaldsskólanemanna nú miklu betri en áður. Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Hallgeir Langeland, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, kveðst hlynntur varnarsamstarfi Norðurlandanna. „En mér finnst það of langt gengið ef því er þannig farið að norsk yfirvöld reyni að fá Íslendinga til Noregs til þess að gerast svo að segja málaliðar í Afganistan.“ Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hafa fleiri tekið í sama streng. Norska varnarmálaráðuneytið vísar því á bug að hægt sé að líta á Íslendingana sem málaliða.ibs@frettabladid.is
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira