Eyjalögreglan rannsakar banvæna árás á á 30. desember 2011 02:00 Stuttu eftir að þessi mynd var tekin var ákveðið að aflífa kindina þar sem hún hafði misst svo mikið blóð.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út," segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregluna, sem kom á staðinn og aflífaði hana. „Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor," segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. „Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm," segir Ólafur. Fyrir um það bil tveimur árum lagðist dýrbítur á heimalning á sunnanverðri Heimaey. Hann fannst aldrei, en lambið var skilið eftir með hálfétinn afturfót og þurfti því að aflífa það. Kindin á Látrum var sú eina særða í fjárhúsinu. Ólafur telur þó að hún hafi verið úti þegar ráðist var á hana og hún gengið inn. „En það var óvenjulegt að sjá allar kindurnar inni eða við húsið. Venjulega eru þær úti á þessum tíma. Þær hafa sennilega verið að fylgjast með henni." Sökum mikils fannfergis var ógerlegt að sjá spor eða blóð í snjónum og því vill Ólafur ekkert fullyrða um málið. Greinilegt sé þó að annaðhvort hafi verið stungið eða bitið í hálsinn á kindinni. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú málið. Að hennar sögn er lítið sem ekkert vitað um hvað átti sér stað og nauðsynlegt að skoða hræið til að komast til botns í því.- sv Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
„Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út," segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregluna, sem kom á staðinn og aflífaði hana. „Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor," segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. „Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm," segir Ólafur. Fyrir um það bil tveimur árum lagðist dýrbítur á heimalning á sunnanverðri Heimaey. Hann fannst aldrei, en lambið var skilið eftir með hálfétinn afturfót og þurfti því að aflífa það. Kindin á Látrum var sú eina særða í fjárhúsinu. Ólafur telur þó að hún hafi verið úti þegar ráðist var á hana og hún gengið inn. „En það var óvenjulegt að sjá allar kindurnar inni eða við húsið. Venjulega eru þær úti á þessum tíma. Þær hafa sennilega verið að fylgjast með henni." Sökum mikils fannfergis var ógerlegt að sjá spor eða blóð í snjónum og því vill Ólafur ekkert fullyrða um málið. Greinilegt sé þó að annaðhvort hafi verið stungið eða bitið í hálsinn á kindinni. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú málið. Að hennar sögn er lítið sem ekkert vitað um hvað átti sér stað og nauðsynlegt að skoða hræið til að komast til botns í því.- sv
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira