Innlent

Ósátt við hærri leikskólagjöld

Foreldrar leikskólabarna eru ósáttir við mikla hækkun á gjöldunum. fréttablaðið/pjetur
Foreldrar leikskólabarna eru ósáttir við mikla hækkun á gjöldunum. fréttablaðið/pjetur
Menntun Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi mótmæla gjaldskrárhækkunum sem eiga að taka gildi um áramót. Þá hækka leikskólagjöld um sjö prósent.

Foreldrarnir segja hækkunina nú koma ofan á mikla hækkun gjaldanna um síðustu áramót. Þá hafi gjöld í Kópavogi hækkað mest á öllu landinu, eða um 15 til 17 prósent miðað við átta tíma vistunardag en um 30 prósent miðað við níu tíma vistun.

Þá mótmæla foreldrarnir vinnubrögðum bæjaryfirvalda, og segjast ekki hafa fengið neinn fyrirvara til að mæta auknum álögum. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×