Buðu Íslandi aðeins 6,5% makrílkvótans 16. desember 2011 06:00 Makríll. Sameiginleg tillaga Evrópusambandsins (ESB) og Noregs, sem lögð var fram á fundi strandríkjanna í Clonakilty á Írlandi í síðustu viku, gerði aðeins ráð fyrir 6,5% hlutdeild Íslands í sameiginlegum makrílkvóta frá og með næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stjórnvöld hafa lýst tillögunni sem skrefi aftur á bak í viðræðum aðila en samkvæmt heimildum er það vegna þess að ESB hafði gert að tillögu sinni að hlutdeild Íslands yrði 8% á fundi í London í haust. Eins hafi ESB nefnt enn hærri tölur fyrr í samningaviðræðum strandríkjanna. Í tilkynningu íslenskra stjórnvalda frá 9. desember er tillögunni lýst sem „algjörlega óraunhæfri“. Því er makríldeilan í verri hnút en um langt skeið enda fjarlægjast samningsaðilar augljóslega með þessari nýjustu tillögu ESB og Noregs. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald viðræðnanna. Eins og kunnugt er hefur hlutdeild Íslands í veiðum undanfarinna tveggja ára verið um 16%, eða 130 til 150 þúsund tonn, sem markar viðmið Íslands í viðræðunum. Nú liggur fyrir að útflutningsverðmæti makríls var um 30 milljarðar króna á þessu ári. Miðað við forsendur ársins 2011 er hvert prósent í aflahlutdeild í makríl því um tveir milljarðar króna. Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfilegan heildarafla fyrir árið 2012 eru 639 þúsund tonn. Noregur og ESB tóku sér rúmlega 90% af ráðlögðum heildarafla ársins 2011, án tillits til veiða Íslendinga, Færeyinga og Rússa. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að að óbreyttu verði hlutdeild Íslands í heildarveiðunum áfram um 16% á næsta ári.- shá Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sameiginleg tillaga Evrópusambandsins (ESB) og Noregs, sem lögð var fram á fundi strandríkjanna í Clonakilty á Írlandi í síðustu viku, gerði aðeins ráð fyrir 6,5% hlutdeild Íslands í sameiginlegum makrílkvóta frá og með næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stjórnvöld hafa lýst tillögunni sem skrefi aftur á bak í viðræðum aðila en samkvæmt heimildum er það vegna þess að ESB hafði gert að tillögu sinni að hlutdeild Íslands yrði 8% á fundi í London í haust. Eins hafi ESB nefnt enn hærri tölur fyrr í samningaviðræðum strandríkjanna. Í tilkynningu íslenskra stjórnvalda frá 9. desember er tillögunni lýst sem „algjörlega óraunhæfri“. Því er makríldeilan í verri hnút en um langt skeið enda fjarlægjast samningsaðilar augljóslega með þessari nýjustu tillögu ESB og Noregs. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald viðræðnanna. Eins og kunnugt er hefur hlutdeild Íslands í veiðum undanfarinna tveggja ára verið um 16%, eða 130 til 150 þúsund tonn, sem markar viðmið Íslands í viðræðunum. Nú liggur fyrir að útflutningsverðmæti makríls var um 30 milljarðar króna á þessu ári. Miðað við forsendur ársins 2011 er hvert prósent í aflahlutdeild í makríl því um tveir milljarðar króna. Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfilegan heildarafla fyrir árið 2012 eru 639 þúsund tonn. Noregur og ESB tóku sér rúmlega 90% af ráðlögðum heildarafla ársins 2011, án tillits til veiða Íslendinga, Færeyinga og Rússa. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að að óbreyttu verði hlutdeild Íslands í heildarveiðunum áfram um 16% á næsta ári.- shá
Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira