Víðtæk áhrif af banni við mismunun kynja 13. desember 2011 03:15 Ólík iðgjöld Ungar konur greiða víðast hvar minna í iðgjöld af bílatryggingum en ungir karlmenn, enda eru þeir gjarnari á að lenda í óhöppum.Fréttablaðið/anton Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent. Evrópudómstóllinn kvað upp úr með það í vor að tryggingafélögum yrði frá og með 21. desember óheimilt að innheimta mishá iðgjöld af körlum og konum. Það jafngilti mismunun að meta áhættu í tryggingasamningum ólíka milli kynja. Kyn er nú næstalgengasta breytan við gerð tryggingasamninga í Evrópu, á eftir aldri, þótt í skýrslunni segi að ekki sé horft til kyns við ákvörðun verðs nema þegar það hafi veruleg áhrif á áhættumat. Sem dæmi má nefna að í öllum löndum sem skoðuð voru greiða konur nú lægri iðgjöld af líftryggingum en karlar, vegna þess að þær hafa betri lífslíkur á þeim tíma sem tryggingin nær til. Konur fá jafnan lægri mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá tryggingafélögum en karlar. Hins vegar njóta þær þeirra í lengri tíma, þökk sé hærri meðalaldri, og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar koma heildargreiðslur til karla og kvenna af þessum sökum nokkurn veginn út á sléttu. Niðurstaða skýrslunnar er sú að með banninu muni iðgjöld að einhverju leyti flytjast af fólki sem metið sé í mikilli áhættu yfir á fólk í lítilli áhættu. Þetta kunni að hafa keðjuverkandi áhrif og letja fólk til að spara til elliáranna. „Evrópski tryggingaiðnaðurinn mun auðvitað virða niðurstöðu dómstólsins en menn verða að átta sig á afleiðingunum fyrir neytendur og vátryggjendur,“ segir Michaela Koller, forstjóri Evrópusamtaka vátryggjenda. Dómurinn frá því í vor hefur vakið upp umræðu um hvort eins geti farið með mismunun á grundvelli örorku og aldurs. Samtökin leggja mikla áherslu á að geta enn byggt útreikninga sína á þessum þáttum og telja að bann við því muni grafa undan allri tryggingastarfsemi. Dómur Evrópudómstólsins mun hafa fordæmisgildi hér á landi þar sem tilskipunin sem hann byggist á hefur verið innleidd í íslenskan rétt, að sögn Vigdísar Halldórsdóttur, lögfræðings hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent. Evrópudómstóllinn kvað upp úr með það í vor að tryggingafélögum yrði frá og með 21. desember óheimilt að innheimta mishá iðgjöld af körlum og konum. Það jafngilti mismunun að meta áhættu í tryggingasamningum ólíka milli kynja. Kyn er nú næstalgengasta breytan við gerð tryggingasamninga í Evrópu, á eftir aldri, þótt í skýrslunni segi að ekki sé horft til kyns við ákvörðun verðs nema þegar það hafi veruleg áhrif á áhættumat. Sem dæmi má nefna að í öllum löndum sem skoðuð voru greiða konur nú lægri iðgjöld af líftryggingum en karlar, vegna þess að þær hafa betri lífslíkur á þeim tíma sem tryggingin nær til. Konur fá jafnan lægri mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá tryggingafélögum en karlar. Hins vegar njóta þær þeirra í lengri tíma, þökk sé hærri meðalaldri, og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar koma heildargreiðslur til karla og kvenna af þessum sökum nokkurn veginn út á sléttu. Niðurstaða skýrslunnar er sú að með banninu muni iðgjöld að einhverju leyti flytjast af fólki sem metið sé í mikilli áhættu yfir á fólk í lítilli áhættu. Þetta kunni að hafa keðjuverkandi áhrif og letja fólk til að spara til elliáranna. „Evrópski tryggingaiðnaðurinn mun auðvitað virða niðurstöðu dómstólsins en menn verða að átta sig á afleiðingunum fyrir neytendur og vátryggjendur,“ segir Michaela Koller, forstjóri Evrópusamtaka vátryggjenda. Dómurinn frá því í vor hefur vakið upp umræðu um hvort eins geti farið með mismunun á grundvelli örorku og aldurs. Samtökin leggja mikla áherslu á að geta enn byggt útreikninga sína á þessum þáttum og telja að bann við því muni grafa undan allri tryggingastarfsemi. Dómur Evrópudómstólsins mun hafa fordæmisgildi hér á landi þar sem tilskipunin sem hann byggist á hefur verið innleidd í íslenskan rétt, að sögn Vigdísar Halldórsdóttur, lögfræðings hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira