Sakar stjórnvöld um svik og hótar riftun 6. desember 2011 05:00 „Ég skil ekki svona samanburð,“ segir Gylfi um rök stjórnvalda. “Ég held að menn ættu að spara stóru orðin í bili og ræða þetta frekar,” segir Steingrímur J. Fréttablaðið/gva Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir augljóst að ríkisstjórnin hafi svikið gerða kjarasamninga frá því í vor. Hann segir koma til greina að segja upp samningunum við endurskoðun þeirra í janúar næstkomandi. „Það er ljóst að ríkisstjórnin er að brjóta eitt af meginmarkmiðum þessa samnings, jöfnun lífeyrisréttinda, sem við kynntum þessa samninga sérstaklega út á,“ segir Gylfi. Í tilkynningu frá ASÍ segir að áform ríkisstjórnarinnar um að skerða hækkun bóta almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga brjóti gegn samningnunum, sem og álögur á lífeyrissjóðina til að fjármagna umboðsmann skuldara, sérstakar vaxtabætur og almenna skattlagningu á launakostnað lífeyrissjóðanna. Hækkun bóta mun samkvæmt fjárlagafrumvarpinu taka mið af samningum sem ASÍ gerði við milli- og hátekjuhópa um 3,5 prósenta hækkun en Gylfi segir augljóst að þær ættu að miðast við ellefu þúsunda króna hækkun lágmarkstaxta. „Því er haldið fram að lágtekjuhóparnir hjá ríkinu, öryrkjar og gamalmenni, eigi eitthvað sameiginlegt með hátekjuhópi á vinnumarkaði. Að þeir eigi bara að fá 5.500 krónur af því að hátekjuhóparnir hjá ASÍ fá kannski fimmtán eða tuttugu þúsund af því að þeir eru á svo háu kaupi. Menn verða bara að fyrirgefa mér en ég skil ekki svona samanburð,“ segir Gylfi. Hann segir að málið geti haft mikil áhrif á framtíðarviðræður ASÍ við stjórnvöld. „Svona trúnaðarbrestur getur auðvitað haft alvarleg áhrif. Ef við getum ekki treyst því að ríkisstjórn standi við það sem hún lofar – hvernig í veröldinni eigum við að geta samið við hana?“ Endurskoðun kjarasamninga þarf að vera lokið fyrir klukkan fjögur hinn 20. janúar og segir Gylfi að fljótlega eftir áramót muni samninganefnd ASÍ halda til viðræðna við aðildarfélög um land allt. Hann áréttar að ASÍ sé reiðubúið til viðræðna við stjórnvöld um einhvers konar málamiðlun. Slíkur fundur var haldinn á föstudag en var árangurslaus. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hvetur forystu ASÍ til að horfa á heildarmyndina og skoða það sem hafi verið gert í sumar og það sem áður hafi verið gert. „Eins það sem kemur út á hinum endanum í gegnum skattkerfisbreytingar og samspil við velferðarmálin, sem við erum að reyna að hlífa eins og við getum,“ segir Steingrímur. „Ég held að menn ættu að spara stóru orðin í bili og ræða þetta frekar. Ekki erum við að slíta neinum samskiptum við þá og erum alltaf opin fyrir viðræðum. Þeir vita vel hvaða aðstæður er við að glíma.” Steingrímur segist hins vegar ekki ætla að hafa áhrif á forystu ASÍ. „Þeir hljóta þá að fara inn í sitt bakland og afla fylgis við það að segja upp kjarasamningum ef það er stefna þeirra. Ég sé ekki ástæðu til þess, ef allrar sanngirni er gætt, en þeir hafa sína afstöðu til hlutanna og geta lagt fram sín rök. En ég get þá spurt á móti sem fjármálaráðherra; ef ASÍ vill 2,5 til 3 milljarða og sveitarfélögin annað eins, eru þeir þá til í að styðja mig í því að afla tekna sem því nemur. Hvað leggja þeir til í þeim efnum? Hækkun á vaski? Það þarf tekur á móti ef ekki á að auka halla ríkissjóðs. stigur@frettabladid.is Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir augljóst að ríkisstjórnin hafi svikið gerða kjarasamninga frá því í vor. Hann segir koma til greina að segja upp samningunum við endurskoðun þeirra í janúar næstkomandi. „Það er ljóst að ríkisstjórnin er að brjóta eitt af meginmarkmiðum þessa samnings, jöfnun lífeyrisréttinda, sem við kynntum þessa samninga sérstaklega út á,“ segir Gylfi. Í tilkynningu frá ASÍ segir að áform ríkisstjórnarinnar um að skerða hækkun bóta almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga brjóti gegn samningnunum, sem og álögur á lífeyrissjóðina til að fjármagna umboðsmann skuldara, sérstakar vaxtabætur og almenna skattlagningu á launakostnað lífeyrissjóðanna. Hækkun bóta mun samkvæmt fjárlagafrumvarpinu taka mið af samningum sem ASÍ gerði við milli- og hátekjuhópa um 3,5 prósenta hækkun en Gylfi segir augljóst að þær ættu að miðast við ellefu þúsunda króna hækkun lágmarkstaxta. „Því er haldið fram að lágtekjuhóparnir hjá ríkinu, öryrkjar og gamalmenni, eigi eitthvað sameiginlegt með hátekjuhópi á vinnumarkaði. Að þeir eigi bara að fá 5.500 krónur af því að hátekjuhóparnir hjá ASÍ fá kannski fimmtán eða tuttugu þúsund af því að þeir eru á svo háu kaupi. Menn verða bara að fyrirgefa mér en ég skil ekki svona samanburð,“ segir Gylfi. Hann segir að málið geti haft mikil áhrif á framtíðarviðræður ASÍ við stjórnvöld. „Svona trúnaðarbrestur getur auðvitað haft alvarleg áhrif. Ef við getum ekki treyst því að ríkisstjórn standi við það sem hún lofar – hvernig í veröldinni eigum við að geta samið við hana?“ Endurskoðun kjarasamninga þarf að vera lokið fyrir klukkan fjögur hinn 20. janúar og segir Gylfi að fljótlega eftir áramót muni samninganefnd ASÍ halda til viðræðna við aðildarfélög um land allt. Hann áréttar að ASÍ sé reiðubúið til viðræðna við stjórnvöld um einhvers konar málamiðlun. Slíkur fundur var haldinn á föstudag en var árangurslaus. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hvetur forystu ASÍ til að horfa á heildarmyndina og skoða það sem hafi verið gert í sumar og það sem áður hafi verið gert. „Eins það sem kemur út á hinum endanum í gegnum skattkerfisbreytingar og samspil við velferðarmálin, sem við erum að reyna að hlífa eins og við getum,“ segir Steingrímur. „Ég held að menn ættu að spara stóru orðin í bili og ræða þetta frekar. Ekki erum við að slíta neinum samskiptum við þá og erum alltaf opin fyrir viðræðum. Þeir vita vel hvaða aðstæður er við að glíma.” Steingrímur segist hins vegar ekki ætla að hafa áhrif á forystu ASÍ. „Þeir hljóta þá að fara inn í sitt bakland og afla fylgis við það að segja upp kjarasamningum ef það er stefna þeirra. Ég sé ekki ástæðu til þess, ef allrar sanngirni er gætt, en þeir hafa sína afstöðu til hlutanna og geta lagt fram sín rök. En ég get þá spurt á móti sem fjármálaráðherra; ef ASÍ vill 2,5 til 3 milljarða og sveitarfélögin annað eins, eru þeir þá til í að styðja mig í því að afla tekna sem því nemur. Hvað leggja þeir til í þeim efnum? Hækkun á vaski? Það þarf tekur á móti ef ekki á að auka halla ríkissjóðs. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira