Innlent

Þorskur og ýsa nú MSC-vottuð

Útflutningsráð norskra sjávarafurða (NSEC) hefur fengið MSC-vottun um sjálfbærar veiðar á allar þorsk- og ýsuveiðar við Noreg. Þetta þýðir að mögulegt er að selja afurðir af veiðum á 340 þúsund tonnum af þorski og 153 þúsund tonnum af ýsu undir merki MSC. Nær þetta til veiða í troll, línu, handfæri og net. Norðmenn selja saltfisk og fleiri afurðir í suðlægum löndum Evrópu og Suður-Ameríku. Frosnar afurðir og ferskar afurðir eru seldar í norðlægari Evrópulöndum. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×