Vilja draga úr yfirvinnu til að jafna laun 3. desember 2011 07:00 Ráðhús Reykjavíkur Óútskýrður launamunur hjá borginni nemur rúmum átta prósentum.Fréttablaðið/gva Sóley Tómasdóttir Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnuálags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, starfsaldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og akstursgreiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af akstursgreiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfirvinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. „Leiða má að því líkur að í einhverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfirmanna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðanataka tekur greinilega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá ályktun að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfsmat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Sóley Tómasdóttir Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnuálags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, starfsaldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og akstursgreiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af akstursgreiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfirvinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. „Leiða má að því líkur að í einhverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfirmanna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðanataka tekur greinilega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá ályktun að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfsmat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira