Saksóknari boðar Bjarna í yfirheyrslu 2. desember 2011 07:00 Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er staddur né hvaða réttarstöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Sérstakur saksóknari handtók fjóra menn á miðvikudag í tengslum við rannsókn á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun Glitnis á árunum 2004 til 2008. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, sem nú starfar hjá MP banka, voru úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Þremenningarnir kærðu allir úrskurðina til Hæstaréttar og hafa verjendur og saksóknari fram á miðjan dag á morgun til að skila greinargerðum til réttarins. Saksóknari fór fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en dómari hafnaði þeirri kröfu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það ekki hafa sett mikið strik í reikninginn. „Það er alltaf gert ráð fyrir því að það geti komið tvær niðurstöður út úr þessu og menn eru búnir undir það á hvorn veginn sem fer," segir hann. Viðskiptin sem eru undir í rannsókninni nema yfir hundrað milljörðum króna. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna lán til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. Meðal annarra viðskipta sem saksóknari rannsakar er fimmtán milljarða víkjandi lán sem Baugi var veitt í desember 2007 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Yfirheyrslur héldu áfram í allan gærdag, bæði yfir þeim sem voru yfirheyrðir á miðvikudag og öðrum. Ólafur útilokar ekki að frekari þvingunaraðgerðum á borð við gæsluvarðhald verði beitt á næstu dögum. - þsj, sh Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er staddur né hvaða réttarstöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Sérstakur saksóknari handtók fjóra menn á miðvikudag í tengslum við rannsókn á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun Glitnis á árunum 2004 til 2008. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, sem nú starfar hjá MP banka, voru úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Þremenningarnir kærðu allir úrskurðina til Hæstaréttar og hafa verjendur og saksóknari fram á miðjan dag á morgun til að skila greinargerðum til réttarins. Saksóknari fór fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en dómari hafnaði þeirri kröfu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það ekki hafa sett mikið strik í reikninginn. „Það er alltaf gert ráð fyrir því að það geti komið tvær niðurstöður út úr þessu og menn eru búnir undir það á hvorn veginn sem fer," segir hann. Viðskiptin sem eru undir í rannsókninni nema yfir hundrað milljörðum króna. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna lán til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. Meðal annarra viðskipta sem saksóknari rannsakar er fimmtán milljarða víkjandi lán sem Baugi var veitt í desember 2007 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Yfirheyrslur héldu áfram í allan gærdag, bæði yfir þeim sem voru yfirheyrðir á miðvikudag og öðrum. Ólafur útilokar ekki að frekari þvingunaraðgerðum á borð við gæsluvarðhald verði beitt á næstu dögum. - þsj, sh
Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira