Bygging nýs fangelsis sé háð skilyrðum 2. desember 2011 04:00 litla-hraun Formaður fjárlaganefndar segir að öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. „Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkisráðherra lagði til við fjárlaganefnd að veittar yrðu 190 milljónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að málinu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemdirnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallaratriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsismálum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaumræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á tiltekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki einungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tilteknum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkisráðherra lagði til við fjárlaganefnd að veittar yrðu 190 milljónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að málinu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemdirnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallaratriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsismálum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaumræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á tiltekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki einungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tilteknum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira