Íslendingar taki lagið saman 30. nóvember 2011 09:00 Sigtryggur baldursson 1. desember er hátíðisdagur fyrir íslenskt tónlistarfólk, en sama dag verður haldið upp á fimm ára afmæli Útón.fréttablaðið/anton „Við þurfum svolítið að fagna saman,“ segir Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Sigtryggur er einn skipuleggjenda Dags íslenskrar tónlistar sem haldinn verður hátíðlegur á morgun, á sjálfan fullveldisdaginn. Í tilefni dagsins hefur verkefnið Syngjum saman verið skipulagt, en allar útvarpsstöðvar Íslands munu á morgun spila þrjú íslensk lög samtímis, klukkan 11.15. Allir eru svo að sjálfsögðu hvattir til að syngja með. „Okkur hefur lengi vantað svona viðburð til að halda upp á daginn á skemmtilegan hátt, og þannig að það tengist út í þjóðfélagið. Lögin þrjú eru þjóðþekkt og allir ættu að geta tekið undir. Stingum af með Mugison er til dæmis mikið sungið á leikskólum landsins um þessar mundir,“ segir Sigtryggur, en hin lögin tvo sem spiluð verða eru Söngur fuglanna eftir Atla Heimi Sveinsson og Stuðmannaslagarinn Manstu ekki eftir mér? eftir Ragnhildi Gísladóttur. Margir kunna textana við lögin, en þeir sem lærðu þá ekki í skátaútilegunni eða á sveitaballinu geta fundið skjal með öllum textunum þremur á stef.is. Grunn- og leikskólabörn landsins munu ryðja veginn með verkefnið, en skólar landsins hafa tekið vel í framtakið og í mörgum hverjum verður söngstund á sal til heiðurs íslenskri tónlist. Sigtryggur hvetur þó alla til að taka undir, og vinnustaði til að gefa hlé frá vinnu. Hann segir fulla þörf á degi sem þessum sem minnir okkur öll á auð íslenskrar tónlistar. „Hugmyndin er sú að hnykkja á því hvað íslensk tónlist er mikilvæg í daglegu lífi okkar allra. Hvort sem við erum skólabörn, alþingismenn eða tónlistarfólk. Tónlist er svo mikill hluti af menningu okkar og svo skemmtilegur hluti af tilverunni. Það er afskaplega mikilvægt að minna á það.“ - bb Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Við þurfum svolítið að fagna saman,“ segir Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Sigtryggur er einn skipuleggjenda Dags íslenskrar tónlistar sem haldinn verður hátíðlegur á morgun, á sjálfan fullveldisdaginn. Í tilefni dagsins hefur verkefnið Syngjum saman verið skipulagt, en allar útvarpsstöðvar Íslands munu á morgun spila þrjú íslensk lög samtímis, klukkan 11.15. Allir eru svo að sjálfsögðu hvattir til að syngja með. „Okkur hefur lengi vantað svona viðburð til að halda upp á daginn á skemmtilegan hátt, og þannig að það tengist út í þjóðfélagið. Lögin þrjú eru þjóðþekkt og allir ættu að geta tekið undir. Stingum af með Mugison er til dæmis mikið sungið á leikskólum landsins um þessar mundir,“ segir Sigtryggur, en hin lögin tvo sem spiluð verða eru Söngur fuglanna eftir Atla Heimi Sveinsson og Stuðmannaslagarinn Manstu ekki eftir mér? eftir Ragnhildi Gísladóttur. Margir kunna textana við lögin, en þeir sem lærðu þá ekki í skátaútilegunni eða á sveitaballinu geta fundið skjal með öllum textunum þremur á stef.is. Grunn- og leikskólabörn landsins munu ryðja veginn með verkefnið, en skólar landsins hafa tekið vel í framtakið og í mörgum hverjum verður söngstund á sal til heiðurs íslenskri tónlist. Sigtryggur hvetur þó alla til að taka undir, og vinnustaði til að gefa hlé frá vinnu. Hann segir fulla þörf á degi sem þessum sem minnir okkur öll á auð íslenskrar tónlistar. „Hugmyndin er sú að hnykkja á því hvað íslensk tónlist er mikilvæg í daglegu lífi okkar allra. Hvort sem við erum skólabörn, alþingismenn eða tónlistarfólk. Tónlist er svo mikill hluti af menningu okkar og svo skemmtilegur hluti af tilverunni. Það er afskaplega mikilvægt að minna á það.“ - bb
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira