Íslendingar taki lagið saman 30. nóvember 2011 09:00 Sigtryggur baldursson 1. desember er hátíðisdagur fyrir íslenskt tónlistarfólk, en sama dag verður haldið upp á fimm ára afmæli Útón.fréttablaðið/anton „Við þurfum svolítið að fagna saman,“ segir Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Sigtryggur er einn skipuleggjenda Dags íslenskrar tónlistar sem haldinn verður hátíðlegur á morgun, á sjálfan fullveldisdaginn. Í tilefni dagsins hefur verkefnið Syngjum saman verið skipulagt, en allar útvarpsstöðvar Íslands munu á morgun spila þrjú íslensk lög samtímis, klukkan 11.15. Allir eru svo að sjálfsögðu hvattir til að syngja með. „Okkur hefur lengi vantað svona viðburð til að halda upp á daginn á skemmtilegan hátt, og þannig að það tengist út í þjóðfélagið. Lögin þrjú eru þjóðþekkt og allir ættu að geta tekið undir. Stingum af með Mugison er til dæmis mikið sungið á leikskólum landsins um þessar mundir,“ segir Sigtryggur, en hin lögin tvo sem spiluð verða eru Söngur fuglanna eftir Atla Heimi Sveinsson og Stuðmannaslagarinn Manstu ekki eftir mér? eftir Ragnhildi Gísladóttur. Margir kunna textana við lögin, en þeir sem lærðu þá ekki í skátaútilegunni eða á sveitaballinu geta fundið skjal með öllum textunum þremur á stef.is. Grunn- og leikskólabörn landsins munu ryðja veginn með verkefnið, en skólar landsins hafa tekið vel í framtakið og í mörgum hverjum verður söngstund á sal til heiðurs íslenskri tónlist. Sigtryggur hvetur þó alla til að taka undir, og vinnustaði til að gefa hlé frá vinnu. Hann segir fulla þörf á degi sem þessum sem minnir okkur öll á auð íslenskrar tónlistar. „Hugmyndin er sú að hnykkja á því hvað íslensk tónlist er mikilvæg í daglegu lífi okkar allra. Hvort sem við erum skólabörn, alþingismenn eða tónlistarfólk. Tónlist er svo mikill hluti af menningu okkar og svo skemmtilegur hluti af tilverunni. Það er afskaplega mikilvægt að minna á það.“ - bb Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
„Við þurfum svolítið að fagna saman,“ segir Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Sigtryggur er einn skipuleggjenda Dags íslenskrar tónlistar sem haldinn verður hátíðlegur á morgun, á sjálfan fullveldisdaginn. Í tilefni dagsins hefur verkefnið Syngjum saman verið skipulagt, en allar útvarpsstöðvar Íslands munu á morgun spila þrjú íslensk lög samtímis, klukkan 11.15. Allir eru svo að sjálfsögðu hvattir til að syngja með. „Okkur hefur lengi vantað svona viðburð til að halda upp á daginn á skemmtilegan hátt, og þannig að það tengist út í þjóðfélagið. Lögin þrjú eru þjóðþekkt og allir ættu að geta tekið undir. Stingum af með Mugison er til dæmis mikið sungið á leikskólum landsins um þessar mundir,“ segir Sigtryggur, en hin lögin tvo sem spiluð verða eru Söngur fuglanna eftir Atla Heimi Sveinsson og Stuðmannaslagarinn Manstu ekki eftir mér? eftir Ragnhildi Gísladóttur. Margir kunna textana við lögin, en þeir sem lærðu þá ekki í skátaútilegunni eða á sveitaballinu geta fundið skjal með öllum textunum þremur á stef.is. Grunn- og leikskólabörn landsins munu ryðja veginn með verkefnið, en skólar landsins hafa tekið vel í framtakið og í mörgum hverjum verður söngstund á sal til heiðurs íslenskri tónlist. Sigtryggur hvetur þó alla til að taka undir, og vinnustaði til að gefa hlé frá vinnu. Hann segir fulla þörf á degi sem þessum sem minnir okkur öll á auð íslenskrar tónlistar. „Hugmyndin er sú að hnykkja á því hvað íslensk tónlist er mikilvæg í daglegu lífi okkar allra. Hvort sem við erum skólabörn, alþingismenn eða tónlistarfólk. Tónlist er svo mikill hluti af menningu okkar og svo skemmtilegur hluti af tilverunni. Það er afskaplega mikilvægt að minna á það.“ - bb
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira