Framleiðendur vilja meira af Íslandi í Game of Thrones 30. nóvember 2011 12:00 Chris Newman er mikill Íslandvinur, á íslenska eiginkonu og kom meðal annars að gerð Nonna og Manna. Hann segir ekki ólíklegt að tökuliðið komi aftur hingað til lands til að gera meira fyrir Game of Thrones. Mynd/Vilhelm Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Fyrsta þáttaröðin af Game of Thrones naut feikilegra vinsælda, þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og annarrar þáttaraðarinnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Tökuliðið var að hefja sig á brott frá Skaftafelli í gær en næstu tökudagar verða við Höfðabrekkuheiði. Einn af aðalleikurum þáttanna, Kit Harington, var hins vegar enn uppi á jökli og sem betur fer fyrir Harington – hann leikur Jon Snow – er búningurinn hans hlýr því hitastigið rétt skreið yfir frostmark svona snemma morguns. Harington virtist hins vegar ekkert láta það á sig fá heldur settist niður á milli taka á lítinn, grænan tjaldstól og fékk sér smók og sopa af vatni. Hann var sönn stórstjarna, mun lágvaxnari en þættirnir gáfu til kynna. Chris Newman, einn af framleiðendum þáttanna, gaf sér tíma til að ræða við Fréttablaðið en hann hefur góða reynslu af Íslandi, vann meðal annars við sjónvarpsþættina Nonna og Manna og er giftur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur og þar kynntist Newman einnig Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus, en fyrirtækið sér um að þjónusta tökuliðið hér á landi. Snorri og Newman hafa haldið góðu sambandi síðan og því voru hæg heimatökin þegar ákveðið var að leita eftir alvöru vetri fyrir aðra þáttaröðina enda leikur snjór og kuldi stórt hlutverk í henni.Kit Harington lét kuldann ekki á sig fá og beið pollrólegur eftir næstu töku. Mynd/VilhelmNewman var í sjöunda himni með hvernig tökurnar höfðu gengið og segir lukkudísirnar hafa gengið í lið með þeim. „Vikuna áður en við ætluðum að hefja tökur var sextán stiga hiti hérna og enginn snjór. Daginn sem leikstjórinn lenti byrjaði hins vegar að snjóa og frjósa," segir Newman en það eina sem var hugsanlega að angra hann var að landslagið væri svo flott að áhorfendur ættu erfitt með trúa því að það væri raunverulegt. Newman staðfesti einnig að til skoðunar væri að nota Ísland enn meira í næstu þáttaröðum af Game of Thrones og hugsanlega einnig einhver skot að sumarlagi, þær tökur yrðu þó í minna lagi. Tökurnar á Game of Thrones eru feikilega umfangsmiklar og næstum af sömu stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta hér í sumar. Sem dæmi um það má nefna að þrjú hótel á svæðinu í kringum Skaftafell voru lögð undir tökuliðið. Aðalfólkið gisti á Hótel Höfn, aðrir skiptu sér niður á Smyrlabjörg og Hótel Vatnajökul. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir til að ferja fólkið á milli en talið er að kostnaðurinn við framleiðsluna hér landi nemi rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Nánar verður fjallað um tökurnar á þáttunum í Fréttablaðinu næstu daga og meðal annars rætt við Dan Weiss og David Benioff handritshöfunda og aðalframleiðendur þeirra. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Fyrsta þáttaröðin af Game of Thrones naut feikilegra vinsælda, þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og annarrar þáttaraðarinnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Tökuliðið var að hefja sig á brott frá Skaftafelli í gær en næstu tökudagar verða við Höfðabrekkuheiði. Einn af aðalleikurum þáttanna, Kit Harington, var hins vegar enn uppi á jökli og sem betur fer fyrir Harington – hann leikur Jon Snow – er búningurinn hans hlýr því hitastigið rétt skreið yfir frostmark svona snemma morguns. Harington virtist hins vegar ekkert láta það á sig fá heldur settist niður á milli taka á lítinn, grænan tjaldstól og fékk sér smók og sopa af vatni. Hann var sönn stórstjarna, mun lágvaxnari en þættirnir gáfu til kynna. Chris Newman, einn af framleiðendum þáttanna, gaf sér tíma til að ræða við Fréttablaðið en hann hefur góða reynslu af Íslandi, vann meðal annars við sjónvarpsþættina Nonna og Manna og er giftur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur og þar kynntist Newman einnig Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus, en fyrirtækið sér um að þjónusta tökuliðið hér á landi. Snorri og Newman hafa haldið góðu sambandi síðan og því voru hæg heimatökin þegar ákveðið var að leita eftir alvöru vetri fyrir aðra þáttaröðina enda leikur snjór og kuldi stórt hlutverk í henni.Kit Harington lét kuldann ekki á sig fá og beið pollrólegur eftir næstu töku. Mynd/VilhelmNewman var í sjöunda himni með hvernig tökurnar höfðu gengið og segir lukkudísirnar hafa gengið í lið með þeim. „Vikuna áður en við ætluðum að hefja tökur var sextán stiga hiti hérna og enginn snjór. Daginn sem leikstjórinn lenti byrjaði hins vegar að snjóa og frjósa," segir Newman en það eina sem var hugsanlega að angra hann var að landslagið væri svo flott að áhorfendur ættu erfitt með trúa því að það væri raunverulegt. Newman staðfesti einnig að til skoðunar væri að nota Ísland enn meira í næstu þáttaröðum af Game of Thrones og hugsanlega einnig einhver skot að sumarlagi, þær tökur yrðu þó í minna lagi. Tökurnar á Game of Thrones eru feikilega umfangsmiklar og næstum af sömu stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta hér í sumar. Sem dæmi um það má nefna að þrjú hótel á svæðinu í kringum Skaftafell voru lögð undir tökuliðið. Aðalfólkið gisti á Hótel Höfn, aðrir skiptu sér niður á Smyrlabjörg og Hótel Vatnajökul. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir til að ferja fólkið á milli en talið er að kostnaðurinn við framleiðsluna hér landi nemi rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Nánar verður fjallað um tökurnar á þáttunum í Fréttablaðinu næstu daga og meðal annars rætt við Dan Weiss og David Benioff handritshöfunda og aðalframleiðendur þeirra. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira