Stjörnurnar horfa til Íslands 25. nóvember 2011 14:00 Jake Gyllenhaal, Charlize Theron, Ridley Scott, Ben Stiller, Bon Jovi og Darren Ronofsky hafa öll dvalið á Íslandi á þessu ári. Ridley Scott Bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa verið tíðir gestir á Íslandi á þessu ári. Fréttablaðið tók saman lista yfir fræga fólkið sem hefur heiðrað Íslendinga með nærveru sinni árið 2011.Charlize Theron Óvenjumargar bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa komið hingað til lands á þessu ári. Flestar heimsóknirnar hafa verið í tengslum við kvikmyndatökur og hafa íslenskir fjölmiðlar fylgst spenntir með af hliðarlínunni. Í apríl kom hingað Jake Gyllenhaal og eyddi einni helgi í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man Vs. Wild. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og fékk sér að borða á Laundromat í Austurstræti.Ben StillerÍ júlí flaug til Íslands stór hópur á vegum stórmyndarinnar Prometheus. Í tökuliðinu var leikstjórinn Ridley Scott, sem hefur gert myndir á borð við Alien og Gladiator, Michael Fassbender úr X-Men og leikkonurnar Charlize Theron og Noomi Rapace, sem sló í gegn í sænskum myndum byggðum á Millennium-bókunum. Tökurnar fóru fram meðal annars við rætur Heklu og þóttu takast einkar vel.Jon Bon Jovi Í ágúst greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefði verið staddur hér á landi til að skoða hentuga tökustaði. Tilefnið var myndin Oblivion, með Tom Cruise í aðalhlutverki, sem segir frá hermanni sem er sendur til fjarlægrar plánetu. Allt ætlaði um koll að keyra í september þegar fréttist af komu gamanleikarans Bens Stiller til landsins. Hann hefur í hyggju að taka upp myndina The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi og kynnti sér tökustaði bæði á Djúpavogi og í Stykkishólmi. Stiller greindi frá ferðalagi sínu um landið á Twitter-síðu sinni og fylgdust aðdáendur hans úti um allan heim spenntir með. Darren Aronofsky Annar Hollywood-leikari sem þó er þekktari sem rokksöngvari, Bon Jovi, kom hingað í júlí og dvaldi í turnsvítunni á Hótel Borg ásamt fjölskyldu sinni. Hann dvaldi hér í eina viku á meðan hann var að jafna sig eftir hnéaðgerð. Jovi og föruneyti skoðuðu Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Nú síðast greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Darren Aronofsky, sem hefur getið sér gott orð fyrir The Wrestler og Black Swan, hefði dvalið hér á landi til að kynna sér tökustaði fyrir væntanlega stórmynd um Nóa og örkina hans. Þar að auki hefjast tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Game Of Thrones hér á landi í dag. Stjörnurnar sem hafa komið til Íslands á þessu ári eru því margar og verður gaman að fylgjast með hvort framhald verði ekki á slíkum heimsóknum árið 2012. freyr@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Ridley Scott Bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa verið tíðir gestir á Íslandi á þessu ári. Fréttablaðið tók saman lista yfir fræga fólkið sem hefur heiðrað Íslendinga með nærveru sinni árið 2011.Charlize Theron Óvenjumargar bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa komið hingað til lands á þessu ári. Flestar heimsóknirnar hafa verið í tengslum við kvikmyndatökur og hafa íslenskir fjölmiðlar fylgst spenntir með af hliðarlínunni. Í apríl kom hingað Jake Gyllenhaal og eyddi einni helgi í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man Vs. Wild. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og fékk sér að borða á Laundromat í Austurstræti.Ben StillerÍ júlí flaug til Íslands stór hópur á vegum stórmyndarinnar Prometheus. Í tökuliðinu var leikstjórinn Ridley Scott, sem hefur gert myndir á borð við Alien og Gladiator, Michael Fassbender úr X-Men og leikkonurnar Charlize Theron og Noomi Rapace, sem sló í gegn í sænskum myndum byggðum á Millennium-bókunum. Tökurnar fóru fram meðal annars við rætur Heklu og þóttu takast einkar vel.Jon Bon Jovi Í ágúst greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefði verið staddur hér á landi til að skoða hentuga tökustaði. Tilefnið var myndin Oblivion, með Tom Cruise í aðalhlutverki, sem segir frá hermanni sem er sendur til fjarlægrar plánetu. Allt ætlaði um koll að keyra í september þegar fréttist af komu gamanleikarans Bens Stiller til landsins. Hann hefur í hyggju að taka upp myndina The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi og kynnti sér tökustaði bæði á Djúpavogi og í Stykkishólmi. Stiller greindi frá ferðalagi sínu um landið á Twitter-síðu sinni og fylgdust aðdáendur hans úti um allan heim spenntir með. Darren Aronofsky Annar Hollywood-leikari sem þó er þekktari sem rokksöngvari, Bon Jovi, kom hingað í júlí og dvaldi í turnsvítunni á Hótel Borg ásamt fjölskyldu sinni. Hann dvaldi hér í eina viku á meðan hann var að jafna sig eftir hnéaðgerð. Jovi og föruneyti skoðuðu Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Nú síðast greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Darren Aronofsky, sem hefur getið sér gott orð fyrir The Wrestler og Black Swan, hefði dvalið hér á landi til að kynna sér tökustaði fyrir væntanlega stórmynd um Nóa og örkina hans. Þar að auki hefjast tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Game Of Thrones hér á landi í dag. Stjörnurnar sem hafa komið til Íslands á þessu ári eru því margar og verður gaman að fylgjast með hvort framhald verði ekki á slíkum heimsóknum árið 2012. freyr@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira