Bernhöftsbakarí er að missa Bergstaðastræti 19. nóvember 2011 03:15 Bakarameistarinn í Bernhöftsbakaríi með bréfið þar sem húseigandinn minnir á að leigusamningurinn renni út um áramót. Hann segir starfsstúlkurnar vera kvíðnar fyrir framhaldinu. Fréttablaðið/GVA „Mér finnst að fólkið hér í hverfinu eigi það skilið að við gefumst ekki upp svo auðveldlega,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi á Bergstaðastræti 13. Eigandi hússins tilkynnti á þriðjudag að bakaríið yrði að vera á braut í síðasta lagi um áramót. Bernhöftsbakarí hefur verið á Bergstaðastræti í 79 ár, þar af 28 ár í núverandi leiguhúsnæði. Tíu ára leigusamningur rennur út um áramótin og ekki hefur samist um áframhaldandi leigu. Frá árinu 2005 hefur húsið skipt nokkuð ört um hendur. Eftir hrun komst húsið í eigu Íslandsbanka, sem seldi það núverandi eiganda, verktakafyrirtækinu Mótamönnum. Með kaupunum á Bergstaðastræti 13 fylgdi byggingarréttur að íbúðum á lóðinni og hafa þær verið í smíðum. Samhliða var gerður samningur um að félag í eigu eigenda Bernhöftsbakarís myndi kaupa og Mótamenn selja þann hluta hússins sem bakaríið er í og hluta af nýbyggingunni að auki. Tafir hafi orðið á framkvæmdum og viðskiptin hafa ekki gengið eftir. Nýbyggingin hefur ítrekað verið í fréttum vegna þess að kveikt hefur verið í henni hálfkláraðri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lögregla nú undir höndum ljósmynd af manni sem grunaður er um íkveikju í húsinu síðastliðinn þriðjudag. Sigurður sér fram á breytta tíma í fjölskyldufyrirtækinu sem afi hans keypti árið 1944. „Þetta er ekki bara bakarí heldur fólkið sem vinnur hérna. Starfsfólkið hefur orðið andvaka og stelpurnar jafnvel farið að gráta. Fólk er hrætt við að missa vinnuna,“ segir Sigurður, óviss um hvað eigi til bragðs að taka. Bakaríinu hafi ekki gefist kostur á áframhaldandi leigu. „Viðskiptavinirnir eru yfir sig hneykslaðir og þeir standa með bakaríinu. Það er bara ljóst að við ætlum að berjast.“ Guðmundur Már Ástþórsson, húsasmíðameistari og einn þriggja eigenda Mótamanna, var á Bergstaðastræti í gær þar sem unnið var að því að eldverja í nýbyggingunni. Hann sagði húsnæðismál Bernhöftsbakarís í raun og veru í höndum eigenda þess. Forsvarsmenn bakarísins hefðu ekki sinnt endurteknum erindum um viðræður eða borið sig eftir nýjum leigusamningi. Því hefði ekki verið um annað að ræða af hálfu Mótamanna en að minna á að leigusamningurinn rynni út um áramót. „En bakaríið er enn með málið í sínum höndum því það er með samning til áramóta sem gefur því rétt til að kaupa húsnæðið. En þótt Bernhöftsbakarí fari verður húsnæðið ekki tómt. Þar verður áfram svipuð starfsemi,“ segir Guðmundur Már Ástþórsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Mér finnst að fólkið hér í hverfinu eigi það skilið að við gefumst ekki upp svo auðveldlega,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi á Bergstaðastræti 13. Eigandi hússins tilkynnti á þriðjudag að bakaríið yrði að vera á braut í síðasta lagi um áramót. Bernhöftsbakarí hefur verið á Bergstaðastræti í 79 ár, þar af 28 ár í núverandi leiguhúsnæði. Tíu ára leigusamningur rennur út um áramótin og ekki hefur samist um áframhaldandi leigu. Frá árinu 2005 hefur húsið skipt nokkuð ört um hendur. Eftir hrun komst húsið í eigu Íslandsbanka, sem seldi það núverandi eiganda, verktakafyrirtækinu Mótamönnum. Með kaupunum á Bergstaðastræti 13 fylgdi byggingarréttur að íbúðum á lóðinni og hafa þær verið í smíðum. Samhliða var gerður samningur um að félag í eigu eigenda Bernhöftsbakarís myndi kaupa og Mótamenn selja þann hluta hússins sem bakaríið er í og hluta af nýbyggingunni að auki. Tafir hafi orðið á framkvæmdum og viðskiptin hafa ekki gengið eftir. Nýbyggingin hefur ítrekað verið í fréttum vegna þess að kveikt hefur verið í henni hálfkláraðri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lögregla nú undir höndum ljósmynd af manni sem grunaður er um íkveikju í húsinu síðastliðinn þriðjudag. Sigurður sér fram á breytta tíma í fjölskyldufyrirtækinu sem afi hans keypti árið 1944. „Þetta er ekki bara bakarí heldur fólkið sem vinnur hérna. Starfsfólkið hefur orðið andvaka og stelpurnar jafnvel farið að gráta. Fólk er hrætt við að missa vinnuna,“ segir Sigurður, óviss um hvað eigi til bragðs að taka. Bakaríinu hafi ekki gefist kostur á áframhaldandi leigu. „Viðskiptavinirnir eru yfir sig hneykslaðir og þeir standa með bakaríinu. Það er bara ljóst að við ætlum að berjast.“ Guðmundur Már Ástþórsson, húsasmíðameistari og einn þriggja eigenda Mótamanna, var á Bergstaðastræti í gær þar sem unnið var að því að eldverja í nýbyggingunni. Hann sagði húsnæðismál Bernhöftsbakarís í raun og veru í höndum eigenda þess. Forsvarsmenn bakarísins hefðu ekki sinnt endurteknum erindum um viðræður eða borið sig eftir nýjum leigusamningi. Því hefði ekki verið um annað að ræða af hálfu Mótamanna en að minna á að leigusamningurinn rynni út um áramót. „En bakaríið er enn með málið í sínum höndum því það er með samning til áramóta sem gefur því rétt til að kaupa húsnæðið. En þótt Bernhöftsbakarí fari verður húsnæðið ekki tómt. Þar verður áfram svipuð starfsemi,“ segir Guðmundur Már Ástþórsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira