Billy Crystal tekur við Óskarnum 12. nóvember 2011 08:00 Crystal verður kynnir á Óskarnum í níunda sinn. Hann segist feginn því nú geti stúlkurnar í apótekinu hætt að spyrja hann um aldurinn. NordicPhotos/Getty Hinn 63 ára gamanleikari Billy Crystal hefur tekið að sér að vera kynnir við afhendingu Óskarsverðlaunanna. Crystal hleypur í skarðið fyrir Eddie Murphy en hann gaf frá sér verkefnið þegar leikstjórinn Brett Ratner neyddist til að hætta sem stjóri hátíðarinnar eftir að hafa látið niðrandi orð um samkynhneigða falla á blaðamannafundi og síðar í útvarpsþætti Howard Stern. Crystal þekkir þetta hlutverk sennilega manna best því þetta verður í níunda sinn sem hann gegnir því, síðast var það 2004. Athygli vekur að Óskarsakademían leitar alltaf til Crystal þegar eitthvað bjátar á eða þegar hátíðin hefur gengið illa en kynnarnir í ár, þau James Franco og Anne Hathaway, þóttu engan veginn standa undir nafni. „Ég er mjög ánægður því þá geta stelpurnar í apótekinu hætt að spyrja mig hversu gamall ég sé þegar ég sæki lyfin mín,“ skrifaði Crystal á twitter-síðu sína. Brian Grazer, sem framleiddi meðal annars Óskarsverðlaunamyndina A Beautiful Mind eftir Ron Howard, hefur tekið við af Ratner sem svokallaður „framleiðandi“ en það þýðir að hann mun hanna opnunaratriðið og hafa yfirumsjón með útlitinu. Óskarinn er næstvinsælasta sjónvarpsefni Bandaríkjanna ár hvert en aðeins Superbowl, úrslitaleikurinn í bandarískum ruðningi, dregur að fleiri áhorfendur. Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Hinn 63 ára gamanleikari Billy Crystal hefur tekið að sér að vera kynnir við afhendingu Óskarsverðlaunanna. Crystal hleypur í skarðið fyrir Eddie Murphy en hann gaf frá sér verkefnið þegar leikstjórinn Brett Ratner neyddist til að hætta sem stjóri hátíðarinnar eftir að hafa látið niðrandi orð um samkynhneigða falla á blaðamannafundi og síðar í útvarpsþætti Howard Stern. Crystal þekkir þetta hlutverk sennilega manna best því þetta verður í níunda sinn sem hann gegnir því, síðast var það 2004. Athygli vekur að Óskarsakademían leitar alltaf til Crystal þegar eitthvað bjátar á eða þegar hátíðin hefur gengið illa en kynnarnir í ár, þau James Franco og Anne Hathaway, þóttu engan veginn standa undir nafni. „Ég er mjög ánægður því þá geta stelpurnar í apótekinu hætt að spyrja mig hversu gamall ég sé þegar ég sæki lyfin mín,“ skrifaði Crystal á twitter-síðu sína. Brian Grazer, sem framleiddi meðal annars Óskarsverðlaunamyndina A Beautiful Mind eftir Ron Howard, hefur tekið við af Ratner sem svokallaður „framleiðandi“ en það þýðir að hann mun hanna opnunaratriðið og hafa yfirumsjón með útlitinu. Óskarinn er næstvinsælasta sjónvarpsefni Bandaríkjanna ár hvert en aðeins Superbowl, úrslitaleikurinn í bandarískum ruðningi, dregur að fleiri áhorfendur.
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira