Lífið

Gettu betur ekki breytt í Útsvar

Edda Hermannsdóttir
Edda Hermannsdóttir Mynd/Valgarður
Minnstu munaði að í hart færi á milli stjórnenda Gettu betur hjá RÚV og stýrihóps framhaldsskólanema vegna breytinga sem voru á teikniborðinu í vetur.

Framhaldsskólablaðið greindi á dögunum frá verulegu ósætti nemenda og sagði þá óttast að Gettu betur yrði hið nýja Útsvar yrðu hugmyndirnar að veruleika.

Aðdáendur geta þó andað rólega því Gettu betur heldur að mestu leyti sama formi. Andrés Indriðason hjá RÚV segir breytingarnar snúa að niðurröðun spurningaliða og þeim sé ætlað að gera út af við þagnir og hlé þannig að flæði þáttarins verði betra. Edda Hermannsdóttir verður aftur spyrill en nýliðinn í ár verður fréttakonan Þórhildur Ólafsdóttir, sem mun veita Erni Úlfari Sævarssyni liðsinni sem dómari og spurningahöfundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.