Lífið

Kjóll Amy Winehouse á uppboði

Foreldrar söngkonunnar stofnuðu The Amy Winehouse Foundation í kjölfar fráfalls hennar í sumar.
Foreldrar söngkonunnar stofnuðu The Amy Winehouse Foundation í kjölfar fráfalls hennar í sumar.
Kjóllinn sem Amy Winehouse klæddist framan á plötunni Back to Black verður boðinn upp á næstu dögum og mun allur ágóðinn renna til góðgerðarstofnunar söngkonunnar. Talið er að kjóllinn, sem er úr siffoni með áprentuðu mynstri, muni seljast á allt að 3,5 milljónir króna. Uppboðshaldarinn sem fær heiðurinn af að selja flíkina sagði í viðtali við blaðamenn: „Það sem gerir þennan kjól svona sérstakan er að hann minnir okkur á hina töfrandi rödd Amy Winehouse. Það er rödd sem heil kynslóð á aldrei eftir að gleyma.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.