Lífið

Jessica vill eignast fleiri börn

Jessica Simpson segir kærasta sinn styðja sig í öllu sem tengist meðgöngunni.
Jessica Simpson segir kærasta sinn styðja sig í öllu sem tengist meðgöngunni.
Jessica Simpson elskar að vera ólétt og segist ekki geta beðið eftir að eignast fleiri börn.

Hún hefur sloppið við öll óþægindi á meðgöngunni, en stutt er síðan hún tilkynnti að hún ætti von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Eric Johnson. Hún segist aldrei hafa verið í jafn góðum tengslum við líkama sinn og segir það mjög andlega upplifun að vita að inni í henni vaxi líf.

Simpson kannast þó ekki við að allir mýtur um óléttar konur séu sannar. Fólk talar um að óléttar konur ljómi, en í raun og veru er maður bara að svitna óhóflega.?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.