Lífið

Depp vill í Disneyland

Fjölskyldumaður Johnny Depp er þekktur fyrir að reyna að fela sig frá frægðinni.
Fjölskyldumaður Johnny Depp er þekktur fyrir að reyna að fela sig frá frægðinni.
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur. Johnny Depp þráir fátt heitar en að geta verið óþekktur í heilan dag svo hann geti farið óáreittur með börnin sín í Disneyland. Leikarinn segir að frægðin komi oft í veg fyrir að hann geti gert hversdagslega hluti með börnunum sínum tveimur, Lily-Rose og Jack, sem eru tólf og níu ára og þekkja því ekki annað en að eiga frægan pabba.

„Ef ég væri óþekktur myndi ég rölta í gegnum Disneyland og fara í öll tækin með börnunum mínum, leyfa þeim að upplifa það. Venjulega, þegar pabbi þeirra fer með þeim í Disney-garðinn er upplifunin ekki svo eðlileg,“ segir Depp sem segist alltaf hafa átt erfitt með athyglina sem fylgir starfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.