Lífið

Steed Lord leikstýrir auglýsingu

Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord leikstýrðu auglýsingu fyrir tískumerkið WeSC og Standard-hótelin í Bandaríkjunum.

Svala Björgvinsdóttir, söngkona sveitarinnar, segir þau hafa leikstýrt auglýsingunni, tekið hana upp, samið tónlistina og séð um alla eftirvinnslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem liðsmenn Steed Lord koma að leikstjórn því hljómsveitin hefur búið til eigin tónlistarmyndbönd frá upphafi. Þau héldu til New York á miðvikudaginn til að kynna auglýsinguna og heyrnartólin góðu og komu líka fram. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.