Lífið

Harry Potter fær níu tilnefningar

Emma Watsons er tilnefnd sem besta unga leikkonan.
Emma Watsons er tilnefnd sem besta unga leikkonan.
Síðasta Harry Potter-myndin er tilnefnd til níu verðlauna hjá People-tímaritinu. Hin heilaga þrenning, Emma Watson, Rupert Grint og Daniel Radcliffe eru öll tilnefnd sem kvikmyndastjarna ársins undir 25 ára aldri auk þess sem Radcliffe keppir um verðlaunin leikari ársins við þá Johnny Depp, Robert Pattinson, Ryan Reynolds og Hugh Jackman.

Leikkonurnar Emma Stone, Jennifer Aniston, Julia Roberts, Anne Hathaway og Reese Witherspoon keppa um leikkonu-verðlaun ársins.

Harry Potter og dauðadjásnin keppir við sjóræningjamyndina On Stranger Tides, Transformers: Dark of the Moon, The Help og Bridesmaids um titilinn besta myndin en People-verðlaunin eru ágætis vísbending um þá sem þykja hafa staðið sig í stykkinu í bandarískum afþreyingariðnaði.

Sjónvarpsþátturinn Glee er tilnefndur til sjö verðlauna eins og söngkonan Katy Perry. Samkvæmt skipuleggjendum hátíðarinnar bárust fjörutíu milljónir atkvæða í gegnum netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.