Gítarsnillingur á leið til landsins 9. nóvember 2011 14:00 Sækir Ísland heim Tommy Emmanuel er „besti gítarleikari í heimi“ að mati Björns Thoroddsen, sem sjálfur er nú enginn aukvisi. Emmanuel spilar í Háskólabíói í janúar. Nordicphotos/Getty „Ég fullyrði að það verður enginn samur eftir tónleika með þessum snillingi,“ segir Björn Thoroddsen gítarleikari. Björn hefur bókað gítarsnillinginn Tommy Emmanuel til tónleikahalds á Íslandi. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói hinn 9. janúar á næsta ári. „Það er mikill heiður að geta kynnt þennan besta gítarleikara í heimi fyrir Íslendingum. Hér er draumur að verða að veruleika,“ segir Björn og er mikið niðri fyrir. „Hann spilar alla stíla; popp, djass, blús og klassík. Hann er einfaldlega frábær í öllu.“ Tommy Emmanuel er af mörgum talinn einn færasti gítarleikari heims. Gítarinn hreinlega leikur í höndum hans og spilar hann samtímis laglínu, rytma, bassa og sóló á gítarinn svo að það er engu líkara en að fleiri en einn hljóðfæraleikari séu á ferðinni. Tommy kallar tækni sína „Finger style“ og hefur hann hlotið margs konar viðurkenningar fyrir spilamennsku sína. Miðasala á tónleikana fer fram á Miði.is. Lífið Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég fullyrði að það verður enginn samur eftir tónleika með þessum snillingi,“ segir Björn Thoroddsen gítarleikari. Björn hefur bókað gítarsnillinginn Tommy Emmanuel til tónleikahalds á Íslandi. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói hinn 9. janúar á næsta ári. „Það er mikill heiður að geta kynnt þennan besta gítarleikara í heimi fyrir Íslendingum. Hér er draumur að verða að veruleika,“ segir Björn og er mikið niðri fyrir. „Hann spilar alla stíla; popp, djass, blús og klassík. Hann er einfaldlega frábær í öllu.“ Tommy Emmanuel er af mörgum talinn einn færasti gítarleikari heims. Gítarinn hreinlega leikur í höndum hans og spilar hann samtímis laglínu, rytma, bassa og sóló á gítarinn svo að það er engu líkara en að fleiri en einn hljóðfæraleikari séu á ferðinni. Tommy kallar tækni sína „Finger style“ og hefur hann hlotið margs konar viðurkenningar fyrir spilamennsku sína. Miðasala á tónleikana fer fram á Miði.is.
Lífið Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira