Golfkúlnahríð ógnar fjölskyldu í Kópavogi 9. nóvember 2011 08:00 Golfvöllur GKG í leirdal Örvasalir og Öldusalir eru berskjaldaðir fyrir feilhöggum kylfinga á velli GKG í Leirdal. Planta á trjám til að verja byggðina.Fréttablaðið/Anton Viðvörunarskilti GKG. Íbúi við Örvasali segir líklegra að kylfingar forði sér á harðahlaupum en að þeir gefi sig fram ef þeir valdi tjóni. Í bakgrunni sést í húsin í Örvasölum. „Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu," segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. Jóna og fjölskylda hennar búa við golfvöll GKG í Leirdal. Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni vallarins vegna golfkúlna sem fljúgi inn á lóðir þeirra. „Við erum að fá kúlurnar í húsið og höfum ekki lagt í að klæða það að utan. Við vorum ekki að sækjast eftir staðsetningu við golfvöll en við eigum fatlað barn og fengum úthlutað lóð á þessum stað vegna þess," segir Jóna, sem kveðst hafa hafa kynnt sér málið fyrir fram hjá Kópavogsbæ og verið sagt að erlendur sérfræðingur teldi í lagi að hafa lóðirnar á þessum stað. „En þetta er bara ekki í lagi." Jóna segir að nágrannar golfvallarins þurfi að kaupa aukatryggingar. „Við erum tryggð fyrir tveimur golfkúlum á ári en þurfum að treysta á að þeir sem spila golf á vellinum láti okkur vita ef þeir valda tjóni," segir Jóna og bætir við að skilti hafa verið sett upp við völlinn til að benda kylfingum á þetta. „Það hlæja allir að þessum skiltum og sjá fyrir sér að menn hlaupi bara eins hratt og þeir geti og voni að enginn sjái sig." Þá bendir Jóna á að burtséð frá fjárhagslegu tjóni stafi hreinlega slysahætta af kúlnadrífunni. „Við erum með ónotaða bakgarða. Það er ekki hægt að senda börn þangað út að leika sér og ég veit að nágrannar okkar hafa áhyggjur af börnunum á göngustígunum. Ég á orðið fullan skókassa af golfkúlum," segir hún. Jóna skrifaði bænum og ákvað umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs á mánudag að sett yrði upp um 175 metra trjábelti við Ásakór og Álmakór og um 230 metra belti við Örvasali. Vinna við þetta er þegar hafin. „Þetta verður gert í samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Allt að fjögurra metra há tré á skógræktarsvæðinu á Rjúpnahæð verða flutt og þeim plantað við golfvöllinn. Stefnt er að því að þessu verði lokið fyrir vorið," segir Arna Schram. Jóna segist hafa viljað fá net sem yrði sett upp meðan völlurinn væri opinn. „Það er þakkarvert að það sé eitthvað gert en ég er ekki alveg að sjá að trén geti tekið við þessu." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Viðvörunarskilti GKG. Íbúi við Örvasali segir líklegra að kylfingar forði sér á harðahlaupum en að þeir gefi sig fram ef þeir valdi tjóni. Í bakgrunni sést í húsin í Örvasölum. „Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu," segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. Jóna og fjölskylda hennar búa við golfvöll GKG í Leirdal. Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni vallarins vegna golfkúlna sem fljúgi inn á lóðir þeirra. „Við erum að fá kúlurnar í húsið og höfum ekki lagt í að klæða það að utan. Við vorum ekki að sækjast eftir staðsetningu við golfvöll en við eigum fatlað barn og fengum úthlutað lóð á þessum stað vegna þess," segir Jóna, sem kveðst hafa hafa kynnt sér málið fyrir fram hjá Kópavogsbæ og verið sagt að erlendur sérfræðingur teldi í lagi að hafa lóðirnar á þessum stað. „En þetta er bara ekki í lagi." Jóna segir að nágrannar golfvallarins þurfi að kaupa aukatryggingar. „Við erum tryggð fyrir tveimur golfkúlum á ári en þurfum að treysta á að þeir sem spila golf á vellinum láti okkur vita ef þeir valda tjóni," segir Jóna og bætir við að skilti hafa verið sett upp við völlinn til að benda kylfingum á þetta. „Það hlæja allir að þessum skiltum og sjá fyrir sér að menn hlaupi bara eins hratt og þeir geti og voni að enginn sjái sig." Þá bendir Jóna á að burtséð frá fjárhagslegu tjóni stafi hreinlega slysahætta af kúlnadrífunni. „Við erum með ónotaða bakgarða. Það er ekki hægt að senda börn þangað út að leika sér og ég veit að nágrannar okkar hafa áhyggjur af börnunum á göngustígunum. Ég á orðið fullan skókassa af golfkúlum," segir hún. Jóna skrifaði bænum og ákvað umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs á mánudag að sett yrði upp um 175 metra trjábelti við Ásakór og Álmakór og um 230 metra belti við Örvasali. Vinna við þetta er þegar hafin. „Þetta verður gert í samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Allt að fjögurra metra há tré á skógræktarsvæðinu á Rjúpnahæð verða flutt og þeim plantað við golfvöllinn. Stefnt er að því að þessu verði lokið fyrir vorið," segir Arna Schram. Jóna segist hafa viljað fá net sem yrði sett upp meðan völlurinn væri opinn. „Það er þakkarvert að það sé eitthvað gert en ég er ekki alveg að sjá að trén geti tekið við þessu." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira