Lífið

Taka jaðaríþróttir úr skugganum

„Okkur fannst fjölmiðlar á Íslandi einfaldlega ekki vera að sinna jaðaríþróttum nógu vel," segir Arnar Guðni Jónsson, einn þriggja framleiðenda á nýjum þáttum sem nefnast Shadez of Reykjavik og fjalla um jaðaríþróttir á Íslandi.

Þættina er að finna á vefsíðunni Youtube og nú þegar hafa yfir tvö þúsund manns horft á fyrsta þáttinn sem fór á netið í síðustu viku. Með Arnari standa Elvar Heimisson og Máni Kjartansson að þáttunum en í honum eru, auk umfjallana um jaðarsport, tónlistarmyndbönd, faldar myndavélar, gamanþættir og viðtöl.

„Við erum bara venjulegir hjólabrettastrákar sem höfum engan áhuga á fótbolta eða handbolta og langaði að gera þátt sem snerist um aðrar íþróttir með gamansömu ívafi," segir Arnar en þeir félagarnir hafa verið að leika sér við kvikmyndagerð lengi. „Við höfum allir mikinn áhuga á kvikmyndagerð og eigum helling af efni hérna heima í nokkra þætti í viðbót."

Arnar segir að jaðarsportið, eins og hjólabretti og snjóbretti, sé mjög vinsælt á Íslandi og er nafnið Shadez of Reykjavik tilvísun í hvernig hjólabrettaiðkun og annað jaðarsport er í skugganum.

„Þættirnir eiga að höfða til allra aldurshópa en sérstaklega ungs fólks á framhalds- og háskólaaldri." -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.