Einn sagði að mér yrði slátrað 8. nóvember 2011 14:00 Ragnheiður Sigurðardóttir. Mynd/Vilhelm „Strákarnir eru ofsalega kurteisir, en þeim finnst verst að tapa fyrir kvenmanni," segir Ragnheiður Sigurðardóttir stuðningsfulltrúi í búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Ragnheiður er komin í níu manna úrslit á Íslandsmeistaramótinu í póker sem hófst á Hótel Örk á föstudaginn. Lokaborðið verður spilað á Icelandair Hótel Reykjavík Natura næsta laugardag. Ragnheiður er fyrsta konan til að ná þessum árangri og viðurkennir að spilarar á mótinu hafi verið undrandi að sjá hana ná svo langt. „Það var einn sem sagði að ef ég væri ennþá inni í mótinu þegar tvö borð væru eftir þá yrði mér slátrað. Honum varð ekki að ósk sinni," segir hún í léttum dúr. Ragnheiður segir að hún spili póker örsjalda og yfirleitt við aðrar konur. Síðast tók hún þátt í stelpupókermóti í febrúar. „Ég bjóst að ég færi heim á laugardaginn. Svo fór mér að ganga vel og ég tók þetta sallarólega," segir Ragnheiður. Hún er ýmsu vön úr starfi sínu og segir af og frá að sálfræðihernaður annarra pókerspilara hafi áhrif á hana. „Þeir hringla ekkert í hausnum á mér. Ekki að ræða það. Þeir ná ekki kjafta mig út úr neinum pottum." Hefð er fyrir því að undanmót séu haldin víða um land fyrir Íslandsmeistaramótið í póker. Þannig vinna spilarar sér inn þátttökurétt á mótinu, en aðrir punga út 60 þúsund króna þátttökugjaldi. Synir Ragnheiðar tóku þátt í undanmótum og unnu aukamiða, sem þeir buðu mömmu sinni. „Mér finnst gaman að spila, bridds og alls kyns spil. Þannig að ég ákvað að slá til — ég átti helgarfrí í vinnunni," segir Ragnheiður, sem náði talsvert betri árangri en synirnir, sem duttu út á fyrsta degi mótsins. „Þeir fengu að kenna á því greyin og fengu á sig skot; að gamla væri að slá þeim við." En nú er hún komin í úrslit og vinningsféð hleypur á milljónum. Það liggur því beinast við að spyrja hvort hún sé búin að redda sér fríi í vinnunni á laugardaginn? „Yfirmaður minn sagði að ég þyrfti að gera mér grein fyrir því að væri á vakt á laugardaginn," segir Ragnheiður létt og bætir við að hann hafi verið að grínast. „Því verður reddað." Ragnheiður segir að það sé gaman að vera fyrsta konan til að komast í úrslit á mótinu og hvetur fleiri konur til að taka í spil. „Þetta er ekkert karlasport," segir hún. „Þetta er bara gaman." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Strákarnir eru ofsalega kurteisir, en þeim finnst verst að tapa fyrir kvenmanni," segir Ragnheiður Sigurðardóttir stuðningsfulltrúi í búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Ragnheiður er komin í níu manna úrslit á Íslandsmeistaramótinu í póker sem hófst á Hótel Örk á föstudaginn. Lokaborðið verður spilað á Icelandair Hótel Reykjavík Natura næsta laugardag. Ragnheiður er fyrsta konan til að ná þessum árangri og viðurkennir að spilarar á mótinu hafi verið undrandi að sjá hana ná svo langt. „Það var einn sem sagði að ef ég væri ennþá inni í mótinu þegar tvö borð væru eftir þá yrði mér slátrað. Honum varð ekki að ósk sinni," segir hún í léttum dúr. Ragnheiður segir að hún spili póker örsjalda og yfirleitt við aðrar konur. Síðast tók hún þátt í stelpupókermóti í febrúar. „Ég bjóst að ég færi heim á laugardaginn. Svo fór mér að ganga vel og ég tók þetta sallarólega," segir Ragnheiður. Hún er ýmsu vön úr starfi sínu og segir af og frá að sálfræðihernaður annarra pókerspilara hafi áhrif á hana. „Þeir hringla ekkert í hausnum á mér. Ekki að ræða það. Þeir ná ekki kjafta mig út úr neinum pottum." Hefð er fyrir því að undanmót séu haldin víða um land fyrir Íslandsmeistaramótið í póker. Þannig vinna spilarar sér inn þátttökurétt á mótinu, en aðrir punga út 60 þúsund króna þátttökugjaldi. Synir Ragnheiðar tóku þátt í undanmótum og unnu aukamiða, sem þeir buðu mömmu sinni. „Mér finnst gaman að spila, bridds og alls kyns spil. Þannig að ég ákvað að slá til — ég átti helgarfrí í vinnunni," segir Ragnheiður, sem náði talsvert betri árangri en synirnir, sem duttu út á fyrsta degi mótsins. „Þeir fengu að kenna á því greyin og fengu á sig skot; að gamla væri að slá þeim við." En nú er hún komin í úrslit og vinningsféð hleypur á milljónum. Það liggur því beinast við að spyrja hvort hún sé búin að redda sér fríi í vinnunni á laugardaginn? „Yfirmaður minn sagði að ég þyrfti að gera mér grein fyrir því að væri á vakt á laugardaginn," segir Ragnheiður létt og bætir við að hann hafi verið að grínast. „Því verður reddað." Ragnheiður segir að það sé gaman að vera fyrsta konan til að komast í úrslit á mótinu og hvetur fleiri konur til að taka í spil. „Þetta er ekkert karlasport," segir hún. „Þetta er bara gaman." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira