Lífið

Playboy hafnaði myndum af Lohan

Myndirnar af Lindsay Lohan þóttu ekki nógu góðar fyrir Playboy.
Myndirnar af Lindsay Lohan þóttu ekki nógu góðar fyrir Playboy.
Leikkonan Lindsay Lohan sat nýverið fyrir hjá karlatímaritinu Playboy. Nú hefur komið í ljós að myndirnar þykja ekki nógu góðar til að birta.

RadarOnline segir frá því að Lohan hafi verið kölluð aftur í myndatöku þar sem myndirnar féllu ekki í kramið hjá stjórnendum Playboy. „Myndirnar voru ekki það sem Playboy sóttist eftir, því vilja þeir taka nýjar myndir. Það er erfitt að vita fyrirfram hvort myndir sem teknar eru verði samþykktar af yfirmönnum Playboy,“ var haft eftir heimildarmanni sem bætti því við að Lohan hafi mætt í nýja myndatöku í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.