Lífið

170 aðdáendabréf á dag

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge hafa fengið um 60 þúsund aðdáendabréf síðan þau opinberuðu trúlofun sína. 
Nordicphotos/getty
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge hafa fengið um 60 þúsund aðdáendabréf síðan þau opinberuðu trúlofun sína. Nordicphotos/getty
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge hafa fengið um 170 aðdáendabréf á dag síðan þau opinberuðu trúlofun sína fyrir ári. Það gera alls um 60 þúsund bréf sem starfsmenn hallarinnar berjast við að svara. „Það tekur okkur frekar langan tíma að fara í gegnum allan þennan póst en við reynum að svara öllum bréfum sem berast,“ segir starfsmaður hallarinnar í samtali við tímaritið People.

Vilhjálmur og Katrín eru mjög vinsæl og bíður breska þjóðin spennt eftir því að tilkynnt verði um fjölgun í fjölskyldunni. Nýverið var reglunum í Bretlandi breytt þannig að ef þau eignast dóttur verður hún sjálfkrafa krúnuerfingi á eftir föður sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.